Færsluflokkur: Lífstíll

Two pearls at Ísafjarðardjúp - Tvær perlur við Djúp

Kjartan, Sigríður og ElíasOne of the exciting thing about travelling around Iceland (especially on a bike) is discovering new sites. I have often travelled around the Vestfjords in the past years but I am still discovering new and interesting things. I would like to mention two such sites that I discovered in the past days. The first is an old rebuilt farm located in Skotufjord called Litli Baer. At this site you are taken bake to the 18 hundreds and shown a typical farmhouse which was a home to two families. The total area of the farmhouse is 3,9 x 7,4 m not a big place for the 20 people that at one time lived there. You can explore the old rebuilt farm and buy coffee and waffles from Sigríður Hafliðadóttir but she and her husband Kristján Kristjánsson are the caretakers of the house. They do not speak much English but do not worry since their grandson Elias Kjaran Friðfinsson ably assists them in all translations. He started helping out when he was 4 and today he is about 12 if I remember correctly (see photo of Kristján, Sigríður and Elías)   

 

 

Ester, Inga Vala og RúnaAnother interesting place in this area is the artic fox center at Suðavik. The centre is dedicated to the Icelandic fox (Vulpes lagopex) which is the only original land mammal in Iceland. In fact it can be considered a sub- species of the European relative. Thus being the true descendent of the Quarterly fox that lived in Europe at the end of the last glacial period of the ice age.  The centre is dedicated to history of the fox in Iceland and its relationship with man. The fox has been hunted extensively through the centuries both for its skin and also to keep the population down since it is known to occasionally kill sheep. But first and foremost the centre is dedicated to scientific research on the fox. The center is the brain child of the young biologist Ester Rut Unnsteinsdóttir and she is the director of the center today Ester was successful in convincing the local community and sponsor in the area to put money it to this great project. The center is housed in an old and grand building that was restored for this purpose. This is a must see for all that travel through Súðavík. What I love about the center is the fundamental concept that it is better to make money from nature by showing it rather than destroying it.  This is also the best place for such a center since the Vestfjords is the part of Iceland were the fox is population is the greatest. We have seen them on the roads as we have biked through the area (see photo of Ester, Inga Vala and Rúna at the centre).

 

Það sem mér hefur alltaf fundist merkilegt við að ferðast um Ísland eru þessar dýrlegu perlur sem maður uppgötvar. Smáhlutasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafirði, Hákarlasafn Hildibrandar í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, Galdrasafnið á Hólmavík, safnið hans Þórðar að Skógum o.s.fr.v. Tvo slíka staði uppgötvaði ég á ferð minni um Ísafjarðadjúp um daginn. Fyrst er að nefna endurbyggðan bæ í Skötufirði sem heitir Litli bær. Þetta er bær sem fyrst var byggður 1895 og hefur nú verið endurreistur af þjóðminjasafni m.a. vegna sérstakra grjótgarða sem er að finna á jörðinni. Bergið á þessu svæði er straumflögótt og veðrast því í flögur sem henta vel í hleðslur. Það er líklega ein aðal ástæðan fyrir þessum fallega hlöðnu görðum í Skötufirði.  Sigríður Hafliðadóttir er umsjónarkona með bænum en henni hjálpa Kristján Kristjánsson, maður hennar sem reyndar ólst upp í Litla Bæ, og Elías Kjaran Friðfinnsson barnabarn þeirra. Það verður enginn svikinn af bakkelsinu hennar Sigríðar og því góða kaffi sem þau bera ferðamönnum. Sjálf búa þau á næsta bæ Hvítanesi (sjá ljósmynd af Kristjáni, Sigríði og Elías).

 

Hin perlan er Melrakkasetrið á Súðavík. Setrið er merkileg stofnun sem er tileinkuð íslenska refnum. Refurinn var eina landspendýrið á Íslandi við landnám og nýjustu rannsóknir gefa til kynna að hann hafi komið hingað frá Evrópu þegar ís síðasta kuldaskeiðs ísaldar hopaði fyrir 8-9000 árum. Erfðafræðilegar rannsóknir sýna að þetta er í raun undirtegund og er Ísland sennilega eina landið sem geymir þennan upprunalega ísaldarref.  Ester Rut Unnsteinsdóttir er aðal hvatamaður að stofnun setursins en henni tókst að fá til liðs við sig sveitarstjórnarmenn í Súðavík og aðra velgjörðamenn. Safninu var fundinn staður í einum af virðulegustu húsum Súðavíkur sem var endurreist í þeim tilgangi að hýsa safnið. Veitingasala er í setrinu og þar er sýning tileinkuð sambúð manns og refs í gegnum aldirnar. Hér er fjallað jafnt um veiðisöguna og rannsóknir á dýrinu sjálfu. Margt merkilegra muna tengt veiðum á ref og verkun skinna er að finna á safninu. Það er glapræði að heimsækja ekki safnið ef þið eigið leið um Súðavík. Vænst þykir mér um þá hugmyndafræði sem liggur að baki – þeirri að það sé vænlegra að hafa tekjur af því að sýna náttúruna frekar en að eyðileggja hana (sjá mynd af Ester og aðstoðarkonum hennar Ingu Völu og Rúnu Esradóttur).


The wind under my wings – Beggja skauta byr

img_3964.jpg

Today was a fantastic day biking. We started at 10:45 from Hólmavik and the first task was to climb up to 440 m.a.s.l. This mountain pass was higher than the one yesterday but the difference was that today we had the wind in the back instead of having it in our faces. We had a tail wind of 11 m/s. Once we had climb up to the highland it was a relatively easy ride to Reykjanes where we arrived at 18:00. After dinner we spent more than an hour in the pool. It was fantastic to bike the first fjord Ísafjord at the end of Isafjardardjup. We biked 90 km in five3 hours and 37 minutes, rested for one hour and 33 mínutes, greatest elevation 451 and total ascent 742. Photo is taken on the top of the mountain pass next to an old sheep herders shelter.

 

Frábær dagur á hjóli. Fyrsta brekkan var upp á Steingrímsfjarðarheiði en hún var aflíðandi og í stað mótvindar eins og í gær vorum við með 11 m/s í bakið. Áðum við gamla gangnamanna kofann á há heiðinni en síðan tók við fínt rennsli niður af heiðinni og reyndar inn Ísafjörðinn. Vorum á Reykjanesi klukkan 18. Eftir matinn var farið beint í sund. Frábært að hjóla fyrsta fjörðinn. Mikið fuglalíf (sá m.a. smyril ræna kríu unga og mikið af Himbrum). Alls hjóluðum við um 90 km á 5 tímum og 37 mín. Hvíldum okkur í einn tíma og 33 mín. Mesti hraði 43 km/h en meðalhraði 16 km/h. Mesta hæð samkvæmt GPS 451 m en heildarhækkun 743 m. Myndin er tekin við gangnamanna kofann á Steingrímsfjarðarheiði.


First day of biking over (25.06.10)

Við upphaf ferðarA nice day of biking from Hvalfjörður to Bifröst in all 71 km.  Weather was good, calm winds, cloudy and occasionally drizzle. Stopped at Borgarnes and had dinner at Baula. We had intended to sleep in the tents tonight but it was raining so  we rented a small cabin to stay in. A good idea since it rain heavily in the night. It took us 4 hours and 50 min to cycle these 71 km which gives an average speed of 15 km/h. The photo is taken of me and Lárus at the start of the trip and of the hut we slept in.

 

Fyrsti dagur hjólatúrs að kveldi kominn. Ferðin gekk vel frá Hvalfjarðargöngum að Hraunsnefi þar sem við gistum. Veður var hagstætt, hafgolan í bakið en annars lyngt. Hann úðaðið aðeins á okkur undir lokinn. Fengum okkur kvöldmat á Baulu en höfðum ætlað að vera í tjaldi um nóttina. Hins vegar var erfitt að finna gott tjaldsstæði auk þess sem hann var farinn að herða á rigninunni. Leigðum smáhýsi og gistum þar um nóttina. Myndin er af mér og Lárusi við upphaf ferðar  og af smáhýsi þar sem við sváfum.

img_3922_1003621.jpg


The game is on!

The day is finally here! Tomorrow I will start my bike ride around the west fjords (including Snæfellsnes). I will start at 16:00 and bike from Hvalfjörður to Bifröst the first day. I will be blogging every day so be sure to look in every now in then. I will not be alone; Lárus H. Bjarnason will be joining me as will my sister (likely on Sunday) and possibly more people as the journey continues.

 

Þá er stundin runnin upp. Á morgun hefst hjólatúrinn um Vestfirði eða öllu heldur vesturland þar sem ætlunin era ð hjóla í kringum Snæfellsnes. Alls verða þetta 1100 km. Ég mun blogga á hverjum degi svo endilega lítið inn á bloggið. Lárus H. Bjarnason mun fylgja mér mestan hluta leiðar sem og systir mín og ef til vill fleiri.


Hiking up Drangajökull this weekend

img_7112.jpgI have been trying to get into form the past weeks for the bike tour this summer. Last week I cycled some 50 km and this Saturday I will hike with my friends up Drangajökull in the Westfjords of Iceland. This is a 30 km hike in all. On the Sunday we intend to hike a mountain called Lambatindur. The forecast is good and those interested can monitor the progress of the hike on the web page given below since I will be carrying a satellite transmitter on the hike. The same one that I will be using on my bike ride this summer.

 

Ég hef verið á fullu að koma mér í form fyrir hjólatúr sumarsins. Hjólaði m.a. 50 km í síðustu viku og 30 km í þessari. Næstu helgi n.t.t. á laugardaginn ætlum við nokkur að ganga á Drangajökul. Á sunnudaginn er stefnan sett á Lambatind eða Kaldbakshorn á Ströndum (eftir aðstæðum). Spáin er góð. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með framgangi göngunnar geta gert það á sérstökum vef en ég verð með gervitunglasendi á mérþann sama og ég ætla að nota í sumar í hjólatúrnum. Slóðin á vefsíðuna er gefin hér fyrir neðan

 

 

http://share.findmespot.com/shared/faces/viewspots.jsp?glId=0HIGxSuBiSQ1mjVV9uZjLEqF10SJ0eHqk


I have a date for the summer trip/Dagsetning komin fyrir sumarferðina

Well the date has been decided. If everything goes according to plan a will start my biking trip this summer on June 25th.

 

Þá er komin ákvörðun um hvenær ég legg í hann í sumar. Ef allt gengur eftir verður það 25. júní

Next summers trip - Ferðin næsta sumar

The table below shows theVestfirdir2010 planed 2010 trip around the Westfjord broken down into daily sections. The trip will take 15 days. The idea is to cycle on average 75 km per day.

The longest day is around 135 km. This long day is on a relatively flat road, one of those where you endlessly go in and out of fjords. The distance between the starting point and destination this day in a direct line is only 34 km! The fjords are in other words adding 100 km to the travel distance. Some well placed road tunnels would be an improvement here!

The shortest day is only 28 km this day I need to cross two mountain passes that go as high as 500 m.a.s.l.

I am estimating an average daily speed of 10-15 km/h which I think is about right considering road conditions and difficulty level. Las summer I usually was averaging between 15-20 km/h. Wind has a great effect here and keep in mind that I am pooling a 20 kg trailer behind me. Usually I prefer to cycle around 5 hours per day but as you can see some days will be twice that. The path I will be following is shown on the map (blue arrows indicate direction of travel). I have also included a map that shows the route I took last summer. I think that this trip is possibly more difficult then the one I did last summer.

Like last summer the aim of the trip is to have fun. I am not trying to set any records (except possibly of being the fattest person that has cycled this circle).

 

Taflan fyrir neðan shringurinnýnir ferðalag sumarsins 2010. Ferðin tekur 15 daga og stefni ég að því að hjóla að jafnaði 75 km á dag en suma daga fer ég lengra og er lengsti dagur ferðarinnar frá Reykjanesi að Ísafirði 133 km. Þetta er hins vegar eftir sléttum vegi. Þann dag er ég að hjóla firðina við Ísafjarðardjúp. Loftlínan á milli staðanna er aðeins 34 km en vegurinn 133! Væri ekki ágætt að setja nokkur göng á þessa leið?

Stysti dagurinn er 28 km en það er yfir tvær háar heiðar að fara þann dag. Ég er að reikna með því að halda meðalhraða 10-15 km/kls. enda er ég að hjóla í miklum brekkum á erfiðum vegum. Í sumar hélt ég um 20 km meðalhraða. Vindurinn skiptir öllu máli hér. Hann hægir mjög á manni. Það er t.d. erfitt að fara mikið yfir 10 km/klst. í sterkum mótvindi. Líka þarf að muna að ég er með kerru í eftirdragi sem vegur 20 kg. Leiðin sem ég ætla að hjóla er sýnd á með fylgjandi korti og segja bláu örvarnar til um stefnu. Ég læt einnig fylgja kort sem sýnir hringinn í sumar. Persónulega held ég að ferðin næsta sumar verði ef til vill erfiðari en sú sem ég fór seinasta sumar.

Sem fyrr er markmiðið að hafa gaman af þessu. Ég er ekki að reyna setja nein met nema ef vera kynni að vera feitasti maður sem hefur hjólað þetta.

 

 

Origin and destinations

km

Max elev. m

Min  elev. m

Elev.change m

difficulty

Avg. speed km/h

hours

1

Hvalfjarðargöng - Bifröst

64

89

0

89

h

15

4,5

2

Bifröst - Búðardalur

48

394

12

382

b

10

4,8

3

Búðardalur - Hólmavík

77

373

0

373

b

10

8

4

Hólmavík - Reykjanes

88

432

0

432

b

11

8

5

Reykjanes - Ísafjörður

133

180

0

180

f

15

8,9

6

Ísafjörður - Hrafnseyrif

62

731

0

731

bb

10

6,2

7

Hrafnseyri - Bíldudalur

78

510

0

510

bb

10

8

8

Bíldudalur - Patreksfjörður

28

500

0

500

bb

10

3

9

Patreksfjörður - Vatnsdalur

62

404

0

404

bb

10

6

10

Vatnsdalur - Gufudalur

85

334

0

334

b

15

6

11

Gufudalur - Búðardalur

93

326

0

328

bb

12

8

12

Búðardalur - Tröð

119

233

0

233

f

15

8

13

Tröð - Búðir

72

180

0

180

f

15

5

14

Búðir - Borgarnes

98

78

0

78

f

15

6

15

Borgarnes - Reykjavík

32

70

0

70

f

15

3

 

Km total:

1139

 

   Hours total:

93

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Talar þú ensku/Do you speak English

Do to popular demand I have decided to convert over to English here on my blog. In fact, I´ll be using both English and Icelandic. Please feel free to comment either in English or Icelandic if you want. Unfortunately you will be asked in Icelandic to sum two numbers in order to be able to make comments. These are usually two numbers between one and ten. The icelandic numbers and their translations are listed below. Please excuse the English spelling here. English is, after all, not my native tounge. I will be posting more information on next summer´s bike trip in the coming days...

Vegna margra óska hef ég ákveðið að breyta yfir í ensku á þessu bloggi. Reyndar mun ég skrifa á báðum málum. Ykkur er velkomið að gera athugasemdir á því máli sem þið kjósið helst. Þið verðið hins vegar að afsaka villur í enskri stafsetningu enda er þetta ekki móðurmál mitt. Ég mun setja innan tíðar frekari upplýsingar inn á vefinn um hjólaferð sumarsins (Vestfirðina)

ein = 1, tveir = 2, þrír = 3, fjórir = 4, fimm = 5, sex = 6, sjö = 7, átta = 8, níu = 9 and tíu = 10


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband