5.7.2009 | 12:47
Frí á Blönduós
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2009 | 11:07
Komin á Blönduós
Þá fer að halla á seinni hlutann á ferðalaginu. Í fyrradag hjóluðum við frá Akureyri til Varmahlíðar. Veðrið var bjart og fallegt og hitinn ef til vill í hærri kantinum. Ferðalagið inn Öxnadal gekk vel. Við stoppuðum á Engimýri fyrir miðjum Öxnadal og borðuðum frábæran hádegismat. Mæli eindregið með þessum stað. Það er mun betra að stoppa þarna og borða en að stoppa á einhverri vegsjoppu og borða lélega hamborgara. Öxnadalsheiðin tók við 10 km eftir matinn og var hún okkur þung í hitanum. Hins vegar var rennslið frábært niður Norðurárdalinn en þegar kom á flatann í Skagafirðinum og um 30 km voru eftir óhjólaðir rauk hann upp með norðan belgingi og það sem ég hélt að væri klukkustundar reið varð að tæplega þriggja tíma. Komum í Varmahlíð klukkan sjö. Fengum enga gistingu á staðnum og ákváðum að halda áfram og gista í Stóra Vatnsskarði. Við voru því búin með hálfa Vatnsskarðsbrekkuna þegar við komumst í náttstað.Alls hjóluðum við 106 km þennan dag sem var nokkuð strembin byrjun fyrir litlu systur. Við þetta fór kílómetratalan hjá mér í 1105 km. Það fór vel um okkur í Stóra Vatnsskarði og sváfum við til 10 en rifum okkur þá upp og fengum okkur morgunmat með sniglabandinu (þeir gistu þarna - voru að skemmta Sniglunum sem eru með landsmót í Húnaveri)
Það var létt verk að klára Vatnskarðið og bruna svo niður í Bólstaðhlíð og út Langadalinn. Þá vorum við komin á Blöndós og tókum okkur á leigu hús á tjaldstæðinu. Nú erum við að velta fyrir okkur hvort við eigum að bíða af okkur umferð helgarinnar og halda ferðalaginu áfram á morgun mánudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2009 | 00:21
Viskídrykkja á þjóðvegi eitt - litla systir er komin
Tók upp tjaldið og lagði af stað frá Mývatni klukkan 11. Veður var gott en smá gjóla í fangið meðan ég hjólaði norður fyrir vatnið. Brekkan upp úr Laxárdal var létt enda hjólamaðurinn vel hvíldur. Ég var með vindinn á móti út Reykjadalinn. Fékk mér hamborgara á Laugum og svo varð það heiðin aftur og nú tók aðeins meira í. Þegar kom í Bárðadalinn tók við gott rennsli sem hélst í raun að Víkurskarði. Fnjóskadalurinn skartaði sínu fegursta og sá ég vel inn á Flateyjardalsheiðina þar sem ég fór á gönguskíðum á fimmtugsafmæli mínu í vetur. Víkurskarðið var frekar erfitt en eftir það var þetta létt rennsli. Magnús og Sigrún voru að koma úr Grenivík og keyrðu fram á mig. Þau tóku myndir af mér þar sem ég renndi fram hjá. Þegar ég kom að útsýnispallinum við austanverðan Eyjafjörð var þar fyrir rúta og maður sem stóð með útrétta viskíflösku. Voru þar komnir dönsku eftirlaunaþegarnir sem ég hitti í Jökuldal fyrir nokkrum dögum. Þetta voru miklir fagnaðar fundir og mér boðið upp á viskístaup í tilefni dagsins. Magnús og frú eru hér í íbúð og buðu mér að dvelja hjá sér. Fékk dásamlegan grillmat með góðum gestum. Thelma systir er mætt á staðinn og ætlar að hjóla með mér til Reykjavíkur. Hér fyrir neðan er myndin sem Magnús tók.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2009 | 20:01
Allt í gódí fíling í sól og blíðu í Mývatnssveitinni
Hetja dagsins er Magnús Ingólfsson sem ég vakti í morgun og gerði út af örkinni til að kaupa dekk og slöngu og koma því á sendiferðabíl fyrir 11. Þetta tókst og mér bárust varahlutirnir klukkan tvö. Hjólið var komið í lag korteri seinna. Maður er orðinn nokkuð klár í að gera við. Átti langt og skemmtilegt spjall við Skoskan hjólamann um hjól og hjólreiðar. Veit núna að þeir sem seldu mér hjólið vissu ekkert hvað þeir voru að segja. Fyrir það fyrsta hefði ég átt að skipta út teinum og setja þykkari teina. Í öðru lagi hefði ég átt að vera með dempara á hnakk. Í þriðja lagið hefði ég átt að vera með "on road off road" dekk. Þau eru millistig milli götudekkja og fjalladekkja. Hann var líka með breiðan og góða pedala og sérlega hentuglaga lögun á bremsu höldum og gíraskiptum. Veit þetta næst. Hins vegar er ég sannfærður um að gamli garmur skili mér heim og eigi eftir að reynast gott "borgarhjól" eins og Skotinn kallaði það. Sá er búinn að vera að hjóla um heiminn í 40 ár. Skotinn hældi hins vegar kerrunni góðu og sagði að þetta hjól hefði ekki þolað feitar hliðartöskur til viðbótar við feitann hjólreiðamann (mér fannst nú svo lítið dónlegt að kalla hliðartöskur feitar - eins og þær hafi engar tilfinningar). Fór í jarðhitaböðin í sólinni og blíðunni. Fannst of mikið að borga 2000 kall fyrir þann drullupoll. Mæli frekar með sundlauginni hérna fyrir 500 kall. Sérstaklega ef fólk er með börn. Það er mun meira við að vera fyrir þau.
Flugan er í algjöru lágmarki en fuglalífið hreint frábært. Flórgoði með unga fimm metra frá tjaldopinu. Margar ólikar endur en enga hef ég séð húsöndina þó þær eigi að teljast einkennisfugl hér. Þær eru hins vegar á mismunandi stöðum í vatninu eftir vindum og liggja líklega sunnanvert við það þar sem er meira af flugu. Nóg í bili....
Bloggar | Breytt 5.7.2009 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 09:43
Ævintýri á heiðum - lögreglan kemst í málið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2009 | 09:34
Risaeðla í Tjörupitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 09:37
Legg aftur af stað á eftir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2009 | 16:19
Á Egilstöðum í fallegu veðri og 20 stiga hita
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 20:48
110 km að baki í dag kominn á Fáskrúðsfjörð
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2009 | 22:37
Kominn á Djúpavog - þreyttur og hrakinn
Bloggar | Breytt 26.6.2009 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 01:13
Áfram alla leið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2009 | 17:20
Hjólið komið næstum því í lag..
Bloggar | Breytt 25.6.2009 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2009 | 13:33
Góður dagur á Höfn á góðum staða sem heitir Hafnarnes
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2009 | 19:26
Kominn einum degi fram yfir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 21:43
Kominn í náttstað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2009 | 15:03
En einn frábær dagur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 16:00
Kominn á Vík
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2009 | 08:42
Þá er að leggja í hann á ný
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2009 | 22:29
Tvær myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2009 | 22:16
Ó þessi fallegi dagur - Kominn að Skógum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)