Frí á Blönduós

Við ákváðum að taka frí í dag og leggja í hann snemma í fyrramáli. Erum búin að taka frá gistingu í Staðarskála annað kvöld. Nú er bara að skoða Blöndós.

Komin á Blönduós

Þá fer að halla á seinni hlutann á ferðalaginu. Í fyrradag hjóluðum við frá Akureyri til Varmahlíðar. Veðrið var bjart og fallegt og hitinn ef til vill í hærri kantinum. Ferðalagið inn Öxnadal gekk vel. Við stoppuðum á Engimýri fyrir miðjum Öxnadal og borðuðum frábæran hádegismat. Mæli eindregið með þessum stað. Það er mun betra að stoppa þarna og borða en að stoppa á einhverri vegsjoppu og borða lélega hamborgara. Öxnadalsheiðin tók við 10 km eftir matinn og var hún okkur þung í hitanum. Hins vegar var rennslið frábært niður Norðurárdalinn en þegar kom á flatann í Skagafirðinum og um 30 km voru eftir óhjólaðir rauk hann upp með norðan belgingi og það sem ég hélt að væri klukkustundar reið varð að tæplega þriggja tíma. Komum í Varmahlíð klukkan sjö. Fengum enga gistingu á staðnum og ákváðum að halda áfram og gista í Stóra Vatnsskarði. Við voru því búin með hálfa Vatnsskarðsbrekkuna þegar við komumst í náttstað.Alls hjóluðum við 106 km þennan dag sem var nokkuð strembin byrjun fyrir litlu systur. Við þetta fór kílómetratalan hjá mér í 1105 km. Það fór vel um okkur í Stóra Vatnsskarði og sváfum við til 10 en rifum okkur þá upp og fengum okkur morgunmat með sniglabandinu (þeir gistu þarna - voru að skemmta Sniglunum sem eru með landsmót í Húnaveri)

Það var létt verk að klára Vatnskarðið og bruna svo niður í Bólstaðhlíð og út Langadalinn. Þá vorum við komin á Blöndós og tókum okkur á leigu hús á tjaldstæðinu. Nú erum við að velta fyrir okkur hvort við eigum að bíða af okkur umferð helgarinnar og halda ferðalaginu áfram á morgun mánudag.


Viskídrykkja á þjóðvegi eitt - litla systir er komin

Tók upp tjaldið og lagði af stað frá Mývatni klukkan 11. Veður var gott en smá gjóla í fangið meðan ég hjólaði norður fyrir vatnið. Brekkan upp úr Laxárdal var létt enda hjólamaðurinn vel hvíldur. Ég var með vindinn á móti út Reykjadalinn. Fékk mér hamborgara á Laugum og svo varð það heiðin aftur og nú tók aðeins meira í. Þegar kom í Bárðadalinn tók við gott rennsli sem hélst í raun að Víkurskarði. Fnjóskadalurinn skartaði sínu fegursta og sá ég vel inn á Flateyjardalsheiðina þar sem ég fór á gönguskíðum á fimmtugsafmæli mínu í vetur. Víkurskarðið var frekar erfitt en eftir það var þetta létt rennsli. Magnús og Sigrún voru að koma úr Grenivík og keyrðu fram á mig. Þau tóku myndir af mér þar sem ég renndi fram hjá. Þegar ég kom að útsýnispallinum við austanverðan Eyjafjörð var þar fyrir rúta og maður sem stóð með útrétta viskíflösku. Voru þar komnir dönsku eftirlaunaþegarnir sem ég hitti í Jökuldal fyrir nokkrum dögum. Þetta voru miklir fagnaðar fundir og mér boðið upp á viskístaup í tilefni dagsins. Magnús og frú eru hér í íbúð og buðu mér að dvelja hjá sér. Fékk dásamlegan grillmat með góðum gestum. Thelma systir er mætt á staðinn og ætlar að hjóla með mér til Reykjavíkur.  Hér fyrir neðan er myndin sem Magnús tók.

100_9565


Allt í gódí fíling í sól og blíðu í Mývatnssveitinni

Hetja dagsins er Magnús Ingólfsson sem ég vakti í morgun og gerði út af örkinni til að kaupa dekk og slöngu og koma því á sendiferðabíl fyrir 11. Þetta tókst og mér bárust varahlutirnir klukkan tvö. Hjólið var komið í lag korteri seinna. Maður er orðinn nokkuð klár í að gera við. Átti langt og skemmtilegt spjall við Skoskan hjólamann um hjól og hjólreiðar. Veit núna að þeir sem seldu mér hjólið vissu ekkert hvað þeir voru að segja. Fyrir það fyrsta hefði ég átt að skipta út teinum og setja þykkari teina. Í öðru lagi hefði ég átt að vera með dempara á hnakk. Í þriðja lagið hefði ég átt að vera með "on road off road" dekk. Þau eru millistig milli götudekkja og fjalladekkja. Hann var líka með breiðan og góða pedala og sérlega hentuglaga lögun á bremsu höldum og gíraskiptum. Veit þetta næst. Hins vegar er ég sannfærður um að gamli garmur skili mér heim og eigi eftir að reynast gott "borgarhjól" eins og Skotinn kallaði það. Sá er búinn að vera að hjóla um heiminn í 40 ár. Skotinn hældi hins vegar kerrunni góðu og sagði að þetta hjól hefði ekki þolað feitar hliðartöskur til viðbótar við feitann hjólreiðamann (mér fannst nú svo lítið dónlegt að kalla hliðartöskur feitar - eins og þær hafi engar tilfinningar). Fór í jarðhitaböðin í sólinni og blíðunni. Fannst of mikið að borga 2000 kall fyrir þann drullupoll. Mæli frekar með sundlauginni hérna fyrir 500 kall. Sérstaklega ef fólk er með börn. Það er mun meira við að vera fyrir þau.

Flugan er í algjöru lágmarki en fuglalífið hreint frábært. Flórgoði með unga fimm metra frá tjaldopinu. Margar ólikar endur en enga hef ég séð húsöndina þó þær eigi að teljast einkennisfugl hér. Þær eru hins vegar á mismunandi stöðum í vatninu eftir vindum og liggja líklega sunnanvert við það þar sem er meira af flugu. Nóg í bili....


Ævintýri á heiðum - lögreglan kemst í málið

Lagði af stað frá Jökuldalnum í gær þriðjudaginn 30. júni. Ferðin upp brekkuna gekk vonum framar enda lofthiti lægri en daginn áður og ég úthvíldur eftir nóttina. Þegar upp úr dalnum kom tók við frábær hjólreiðartúr yfir Jökuldalsheiðina með öllum sínum tjörnum og flám. Hver tjörn var skreytt einu álftarpari sem ýmist var á hreiðri eða með unga. Talandi um svanasöng á heiðum. Langidalur og Mörðudalsöræfi tóku við með sýnu hrjóstruga og berangurslega landslagi. Hrein undraveröld að hjóla í gegnum. Svo niður brekkuna að Grímsstöðum á fjöllum þar sem ég hugðist gista en ákvað að taka 40 km í viðbót yfir á Mývatn. Þegar ég átti eftir 25 km ófarna sprakk hjá mér. Ég skipti um slöngu en nýja slangan reyndist gölluð og rifnaði við ventilinn. Fór að skoða dekkið betur og komst að því að það var ónýtt. Þar sem ég lág grenjandi yfir vanda mínum bar að tvo lögregluþjóna þá Hreiðar og Ingvar. Þeir eru í Lögregluliði Húsavíkur. Hreiðar lagði til að við notuðum plástur á dekkið þar sem vírarnir stóðu út sem við og gerðum. Eftir að löggan var búin að setja plástur á dekkið gerði ég við og pumpaði í og viti menn þetta hélt - næstum því. Ég komst að Námaskarði þegar þetta gaf sig aftur og teymdi hjólið þá 7 km sem ég átti ófarna inn á Mývatn. Klukkan farin að ganga tíu þegar ég komst í gistingu. Nú er Magnús Ingólfsson, sem er staddur í orlofsíbúð á Akureyri, að reyna að redda mér dekki og koma því á rútu fyrir ellefu. Ef það tekst er ég "up and running" klukkan fimm í dag. Gæti þá lagt aftur á djúpið eða beðið með það til morguns. Hér er frábært veður sól og 20 stiga hiti (eða meira). Bestu þakkir til þeira Hreiðars (eða hét hann Heiðar) og Ingvars lögregluþjónanna góðu á Húsavík. Svona eiga lögreglumenn að vera. Ég gerði þá samstundis að liðsmönnum í sérsveitum Hringfarans.

Risaeðla í Tjörupitt

Lagði af stað frá Egilstöðum í fyrradag. Ferðin gekk vel nema fyrir það að hitinn var óbærilegur. Um 25 gráður og sól. Mörg vandamál var ég búinn að sjá fyrir en ekki það að festast í tjöru vegna of mikils hita. Þetta var nú samt raunin. Hitinn var svo...

Legg aftur af stað á eftir

Eftir svona eina klukkustund legg ég aftur af stað eftir góðann frídag á Egilsstöðum við vatnið "mitt". Í gær þvoði ég af mér á tjaldstæðinu og átti alveg frábæran dag. Hiti yfir 20 gráður og sól. Ég eyddi deginum með þeim stöllunum Ástu (sjá...

Á Egilstöðum í fallegu veðri og 20 stiga hita

Þá er ég kominn úr þokunni á fjörðunum í sólina á Héraði. Það gekk vel að hjóla þessa 50 km frá Fáskrúðsfirði yfir á Egilstaði. Lítil umferð í göngunumn enda laugardagmorgun og því lítil mengun í þessum tæplega 6 km göngum. Þegar kom í Reyðarfjörðinn tók...

110 km að baki í dag kominn á Fáskrúðsfjörð

Flottur dagur á hjóli í dag. Hjólaði tæpa átta tíma í stilltu veðri. Sjórinn rennisléttur. Hreint dásamlegt að hjóla svona í fjörunni innan um fuglinn. Eina sem ég get kvartað yfir er að það var frekar lágskýjað þannig að ég naut ekki hinna fögru fjalla...

Kominn á Djúpavog - þreyttur og hrakinn

Það tokst! Lagði af stað klukkan 10:30. Lenti strax í sterkum vind þegar ég kom út úr bænum. Strengurinn í gegnum göngin um Almannaskarð var svo sterkur að ég varð að ganga með hjólið. Þegar í gegn kom tók aðeins betra við og hélst svo að Stafafelli...

Áfram alla leið

Átti góða kvöldstund með familíunni og kollega mínum Magnúsi Ingólfssyni og Sigrúnu konu hans. Fórum á hvern staðinn eftir öðrum en enduðum á hótelinu þar sem allt annað var fullt. Þar var hins vegar maturinn frekar dýr og ekki vel úti látinn. Þó...

Hjólið komið næstum því í lag..

Lúlli er búinn að líta á hjólið. Í ljós kom að það var einn teinn slitinn og olli það því að dekkið var skakkt. Honum tókst næstum því að stilla gírana en ekki alveg þó. Einn gírinn svíkur enn. Það er þó bót í máli að hann er ekki mikilvægur. Hringdi í...

Góður dagur á Höfn á góðum staða sem heitir Hafnarnes

Er í pásu frá hjólalátum. Fallegt veður og fögur fjallasýn hér á Höfn í dag. Hefði viljað sjá þessa skriðjökla í gær þegar ég hjólaði Mýrarnar. Þar var algert úrhelli. Ég gerði þau mistök að setja ekki strax upp vatnshelda vetlinga og var orðinn æði...

Kominn einum degi fram yfir!

Sæl öll, ég komst ekki til að blogga í gær. Það var frábær dagur. Sól og sterkur meðvindur. Ég naut ferðarinnar til hins ítrasta. Stoppaði á Núpsstað og tók Filipus tali. Hann er 99 ára og sér enn um sig sjálfur. Fer allra sinna ferða á Subarónum. Hélt...

Kominn í náttstað...

Það fór nú þannig að ég ákvað að fara ekki nema um 15 km í viðót og setti mig niður á Hörgslandi þar sem er tjaldstæði með sturtu. Mig langaði lengra og hafði í huga laut eina við bergvatnsá fargra. En þar sem ég var ekki með neinn mat ákvað ég að tjalda...

En einn frábær dagur

Ég er kominn á Klaustur og tók þessi 70 km ferð aðeins tvo og hálfan tíma. Veðrið var hreint frábært. Sól og góður meðbyr. Hún Kolbrún Hjörleifsdóttir á Vík hefur ábyggilega soðið einhvern töfraseið til að redda þessu veðri. Ég er eiginlega sannfærður um...

Kominn á Vík

Ferðalagið frá Skógum að Vík gekk vel. Þetta voru bara 30 km og var ég því mjög feginn að hafa tekið þessa auka 50 km í gær. Hefði orðið að hjóla 70 km með mótvind frá Hvolsvelli að Vík. Byrjaði á því að heimsækja vin minn Þórð Tómasson þjóðháttafræðing...

Þá er að leggja í hann á ný

Þá er mál að leggja í hann á Vík. Þetta verður stuttur leggur í dag. Líklega gott þar sem hann spáir mótvindi og rigningu. Í augnablikinu er logn en skýjað.

Tvær myndir

Hér eru tvær myndir sem ég tók í dag á video vélina. Eina af mér við hjólið en hin af skallanum

Ó þessi fallegi dagur - Kominn að Skógum

Hreint frábær dagur að kvöldi kominn. 105 km að baki. Í það heila búinn með 162 km sem er meiri en 10% af þeim 1370 km sem hringurinn er. Hjólaði í sjö tíma í dag. Frá Selfossi að Skógum. Eftir að Landsvegmótum var náð tók við hreint frábær meðbyr. Á 40...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband