Kominn á Hvolsvöll og er að hugsa um að hjola að Skógum

Sæl öll

Þá er ég kominn á Hvolsvöll. Ferðinn gekk hægt í fyrstu. Bullandi mótvindur og puð. Hugsaði sjálfum mér þeigjandi þörfina að hafa tekið upp á þessu bulli. En svo fór landið að lyftast þegar ég kom fram hjá Þjórsárbrúnni. Þá fór vindurinn að blása í bakið. Stoppaði á Landvegmótum og fékk mér "pulsu með öllu". Rakst þar á systurson minn Elmar Haukson stórsöngvara (hann er hávaxinn og syngur mikið). Eftir það fékk ég hraðbyr á Hvolsvöll og hélt á tímabili 40 km hraða. Tók næstum fram úr bíl á leiðinni en hann gaf aðeins í þegar að hann sá hjólreiðamanninn nálgast. Ég hins vegar söng hástöfum "I want to ride my bicycle" gamall Queen slagari ef ég man rétt. Nú er ég að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að taka það rólega og skella mér í sund og gista hér í nótt eða nota meðbyrinn og bæta bið 50 km á Skóga.

Fjallasýnin var frábær í dag. Sjóndeildarhringurinn var varðaður snæviþökktum fjöllum.  Búrfell, Hekla, Tindfjöll of Eyjafjallajökull. Hrein frábært! Þetta er eiginlega miklu skemmtilegri en ég þorði að vona. Er að vinna í því að setja myndir inn. Get tekið JPG myndir á videó vélina. Þakka þeim Þóru Kristínu, Kristínu Önnu og Ívari á upplýsingamiðstöðinni á Hvolsvelli afnot af tölvunni.


Kominn á Selfoss

Fyrsti leggurinn gekk vel. Smá mótvindur fyrst í stað en seinn var hann meir skáhalt í bakið. Umferðin var skelfileg en ég vona að það batni þegar ég verð kominn austur fyrir Hvolsvöll. Ég alls 4 tíma austur en þar af var ég hjólandi í rúma þrjá. Þetta voru 54 km. Meðalhraðinn upp á Hellisheiði var aðeins um 10 km á klst enda á fótinn en eftir að hæsta punkti var náð náði ég að halda meðalhraða sem var um 30 km á klst. Fyrir ferðina í heild var hann 15 km á klst. Mesti hraði var 50 km en þá byrjaði hjólið að skjálfa ískyggilega og olli því kerran. Það virðist vera svona hámark að fara í 40-45 km. Vonast eftir að hafa góða framvindu á morgun.

Ég stoppaði í Litlu Kaffistofunni og fékk mér kaffi og með því. Fékk góðar móttökur þar. Alltaf jafngott heimabakaða brauðið með eggjum og reyktum silungi. Stoppaði í Hveragerði og hitti þær stöllurnar Pálínu Agnesi og Elínu Ósk og hélt síðan sem leið lág á Selfoss. Þar ákvað ég að fara í gistingu frekar en að tjalda þar sem ég þurfti að fara í smá útréttingar og vildi síður hafa búnðinn í hirðuleysi í tjaldinu. Leit við á Bókarkaffinu hjá Bjarna Harðarsyni fyrrum þingmanni og hitti þar kunningja minni Hafstein Einarsson sem átti leið um bæjinni með frænda sínum. Bjarni tók vel á móti okkur og mæli ég eindregið með þessum stað fyrir þá sem elska kaffi og bækur (og geta afborið framsóknarmenn :o) Næsta verk var að kaupa nýjan standara á hjólið en sá sem fylgdi því er alveg ómögulegur.

Loks fór ég á rakarastofu og lét snoða mig. Ekki var það gert til að fá meiri straumlíinulögun. Ástæðan var einfaldlega sú að mér fannst ég svitna of mikið undir hjálminum. Hef svo sem enga þörf fyrir þetta hár næsta mánuðinn. Datt svo inn á bókasafnið til að setja inn þetta blogg. Sem sé, allt gengur vonum framar.

 


Ég er lagður af stað.....

Eftir að ég lík þessari færslu legg ég í hann....

Í tilefni af 17. júní...

img_5765.jpg

Allt klappað og klárt - Ég legg í hann í fyrramáli

imga0027.jpgNú er ég búinn að pakka öllu. Einn kerrupoki (23 kg með kerru) og tvær hliðartöskur (5 og 4 kg). Alls eru þetta því 32 kg af farangri. Það á eftir að vera erfitt að drösla þessu bröttustu brekkurnar!

Hjólið er komið úr stillingu...

Allt er tilbúið. Kominn með allan búnað og hjólið klárt. Bíð bara eftir góðu ferðaveðri. Hann spáir beggja skauta byr fimmtudag, föstudag og laugardag. Að vísu smá rigning en enginn er verri þó að hann vökni svo framlega að það sé ekki slagveður í...

Munaður.....

Ég er byrjaður að pakka niður og mér er þegar orðið ljóst að ekki kemst allt með sem ég ætlaði að taka. Ég er búinn að fella út stærstu linsuna og þá dettur fóturinn út sem þurfti fyrir hana. Einnig er ég að skoða hvort ekki megi einfalda fatnað. Hef...

Dagsetningin er fastsett!

Eftir að hafa skoðað spána fyrir næstu daga hef ég ákveðið að leggja í hann klukkan 7 að morgni fimmtudaginn 18. júní.

Hjólið kemur úr stillingu á morgun...

Fór með hjólið í útíherslu og stillingu í morgun. Það verður tilbúið seinnipart þriðjudag. Þannig gæti því farið að ég hæfi för á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Búnaður er í lágmarki. Göngutjald, svefnpoki, vatnsheldur poki yfir svefnpoka, termarest dýna,...

Fyrirhuguð ferðaáætlun

Undirritaður hefur unnið nokkur sumur sem leiðsögumaður. Þá hef ég farið nokkra hringi um landið á forsendum annara. Mig hefur lengi dreymt um að fara þennan hring á eigin forsendum og tel það best gert með því að hjóla hann. Ekki er ætlunin að fara í...

Reiðskjóturinn sem notaður er...

Hér fyrir neðan er mynd af reiðskjótinum sem ég kem til með að nota á ferð minni hringinn.

Að hjóla í kringum landið

Undirritaður stofnar þessa síðu í tilefni þess að hann ætlar að hjóla í kringum landið. Hér mun ég eftir bestu getu reyna að setja stuttar tilkynningar um framvindu ferðar. Hversu ört og ítarlega það verður fer eftir því hversu oft ég kemst í...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband