Tölfræði ferðar

Ég er búinn að fara vandlega yfir tölfræðina eins og ég hef skráð hana í tækinu. Í ljós kemur að ég hjólaði slétta 1400 km. Þetta er hringurinn ef farið er firðina um göngi við Reyðarfjörð. Ég var á hjólinu í 96 tíma það tók mig því slétta 4 sólarhringa að gera þetta. Alls var ég 20 daga að þessu en þar af 4 frí. Þannig að þessir 4 hjóladagar deilast á 16 daga. Þetta er mun betri árangur en ég hafði haldið. Hafa ber í huga að ég var einstaklega heppinn með veður og vinda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir, félagi!
Þú ert alger hetja  :)

Berglind Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta Berglind. Þetta var mikið ævintýri eiginlega meira en ég bjóst við

Kristinn Arnar Guðjónsson, 9.7.2009 kl. 23:49

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Til hamingju með ferðina og árangurinn.

Sá þetta núna fyrst í kvöld, alveg frábært.

Árni Davíðsson, 10.7.2009 kl. 00:21

4 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta Árni

Kristinn Arnar Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 00:29

5 identicon

Sæll Kristinn og til hamingju með þetta afrek.

Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu. Vildi bara segja þér frá að þetta er smitandi, nú er mig farið að langa að fara lengra út úr bænum en ég hef gert áður (lengst hef ég farið upp að Rauðhólum).

Fór akandi í Hveragerði í gær og á Hellisheiðinni sýndist mér Skotinn vera sem þú sagðir frá í einu blogginu. Þá mætti ég einnig öðrum hjólamanni sem var með skemmtilega óvenjulegan farangur á kerrunni. Efst á kerrunni var gítarkassi.

 Hjólakveðjur

Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 10:27

6 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta Þorsteinn. Það er ágætisbyrjun að hjóla til Þingvalla eða fara hringinn í kringum Þingvallavatn. Önnur skemmtileg leið er aðhjóla í kringum Hvalfjörð.  Þetta eru svona 60-70 km leggir eftir vegum með tiltölulega lítilli umferð. Best er að losna við umferð með að velja sér morgnana.

Kveðja

Kristinn

Kristinn Arnar Guðjónsson, 11.7.2009 kl. 11:30

7 identicon

Sæll Kristinn,

þetta er nú ekkert smá afrek! Innilega til hamingju með þetta. Það er ekki að sjá að maðurinn hafi skroppið yfir ákveðinn tug sl. mars ;0). Mikið hlakka ég til að komast þangað ...

Bestu kveðjur,

Guðrún

Guðrún Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband