When I come home to Búðardal – Er ég kem heim í Búðardal

img_4143.jpg

The title of this blog is a line from a pop song which was popular in Iceland som 30 years ago. Well I am in Budardalur after a good ride from Bjarklaundur. We did the 62 km in 4 hours, only on mountain pass on the way which was 240 m.a.s.l. Until we got to the pass we had side wind, calm and head wind but up the pass we had strong tail wind and it kept blowing us the 40 km we had to Budardalur. On the way we past the intersection for the road over the first big mountain pass we crossed more than a week ago. As we past the intersection me and Thelma closed the circle on the Westfjords (photo). Now we have only to go around the Snæfellsnes and then we had to Reykjavík. Statistics for the day are as follows: We cycled 62 km in 4 hours and took 1 hour break. Total ascent was 850 m and the maximum elevation was 240 m.

 

Þá er ég kominn heim í Búðardal. Reyndar hefur mér alltaf fundist þetta napur og eyðilegur staður.   Við hjóluðum framhjá afleggjaranum upp á Þröskuld og lokuðum við Thelma þá Vestfjarðar hringnum (ljósmynd). Hjólatúrinn gekk vel. Frá Bjarkalundi að Skriðulandi vorum við ýmist með logn eða létta hliðarvind. Hins vegar vorum við með nokkuð öflugan mótvind inn dalinn þar til beygir upp Svínadalsháls. Þá var vindurinn í bakið upp brekkuna og reyndar alla leiðina á Búðardal. Borðuðum góðan mat í Leifsbúð en sá staður er eitt af betur geymdu leyndarmálum Bæjarins. Staðsett niður við höfn (í uppgerðu pakk- og verslunarhúsi). Gistum á Bjargi sem er staður sem ég gef ekki eina stjörnu. Sóðalegur og rangar upplýsingar um verð gefnar upp. Forðist þann stað eins og heitan eldinn. Held ég taki frekar neyðarskýlið á Kletthálsi fram fyrir þennan stað. Vistin í Bjarkarlundi var hins vegar flott. Hjóluðum 62 km á 4 tímum. Heildar hækkun 850 m en mesta hæð var á hálsinu við Svínadal.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband