5.7.2010 | 13:34
Beaten by the wind – Vindurinn hefur vinninginn (3.06.10)
We started our bike ride at 11 from Rauðsdal where we had staid over night. MaryAnne (photo) joined us for her first day. Little did she know what the day had in stored for her. It was tough riding the bikes into Vantsfjord. The wind was blowing hard against us. Once we started heading out the fjord things went better but the road was under construction for the next 16 km which limited our speed. Going in the next fjord we were hit badly by the wind. I estimate that the wind speed may have been as high as 20 m/s. We made little headway under these conditions barely maintaining a speed of 4-8 km/h. The progress was greater when biking out the fjords with the wind in our backs. I had hoped that we would make it to Klettháls mountain pass but that proofed to be an optimistic view. After cycling 4 fjords we were worn-out and decided to put up camp. The problem was that there was no shelter to be had. Eventually we found a small basin were we put up two tents. I and MarryAnne slept outside but Thelma and Lárus were in the tents. At 5 in the morning it started raining consistently and my outer bag started leaking. I was forced to crawled into Larus tent to keep dry. It was a cold and wet group that woke up the following morning. We biked 60 km this day in 6 hours and rested for 3 hours.
Við hófum för klukkan 11 frá Ruðsdal þar sem við höfðum gist um nóttina. Vindurinn var stífur á móti okkur inn Vatnsfjörðinn. MaryAnne (mynd) hjólaði með okkur í fyrsta skipti og vissi ekki frekar en við hvað dagurinn bar í skauti sér. Eftir hádegismat í Fólkalundi tók við ferð út Vatnsfjörðinn yfir svæði þar sem standa yfir vegaframkvæmdir vegurinn var erfiður á köflum en samt ekki eins slæmur og hann var fyrir tveimur vikum þegar ég fór hér um með hóp af túristum. Ég fékk fjallahjólið í gær en eftir af hjóla á því niður Dynjandisheiði ákvað ég að halda mig við Track 7300 götuhjólið. Mér finnst það fara betur með líkamann en hitt. Þetta reyndist óvitlaus ákvörðun því ágætlega gekk að hjóla á malarvegum ef hægt var farið og varlega. Reyndar hefur hjólið staðist raunina betur í sumar en í fyrra sumar. Engir teinar hafa slitnað og gírar hafa staðist álagið. Það er að vísu full hágírað fyrir brekkurnar, hálsa og heiðar en gott á jafnsléttunni. Ég lét setja teina af sterkustu gerð í hjólið og setti dempara í hnakkinn. Þetta virðist hafa virkað. Þegar inn Kjálkafjörðinn kom tók við beljandi vindur í fangið líklega nærri tuttugu metrum á sekúndu. Við þessar aðstæður gátum við rétt haldið 4-8 km/h. Við þurftum að stíga hjólin niður brekkurnar! Ferðin út firðina gekk betur. Gallinn var að það var meira inn en út í þessum fjörðum. Eftir Kjálkafjörð tók við Kerlingar- og Mjófjörður og loks Vattarfjörður. Ég hafði gert mér vonir um að ná í neyðarskýlið á Kletthálsi og gista þar en sá að það var borin von. Við ákváðum að gista í Vattarfirði en fundum enga laut sem veitti skjól. Að lokum fannst smá bolli sem við gátum hent upp tveimur tjöldum. Thelma var í öðru en Lárus í hinu. Ég og MarryAnne sváfum undir berum himni með hlífðarpoka utan um svefnpokana. Um 5 fór hann að rigna nokkuð stíft og tók þá pokinn minn að leka. Ég skreið þá inn í tjald hjá Lárusi. Það var kaldur og hrakinn hópur sem vaknaði í lautinni þennan morgun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.