Hjólað hraðbyr frá Blöndósi að Hótel Staðarskála

Vöknuðum 7:30 í björtu og fallegu veðri á Blönduós. Vorum komin á hjólin klukkan 8:30. Veðrið var fallegt og eftir smá brekku í byrjun var þetta eiginlega bein leið yfir Ásana í Vatnsdalinn. Virkilega fallegt að hjóla Vatnsdalinn og Víðidalinn en þegar kom upp á heiðina upp af Víðidal tók við norðan belgingur. Það var kalt og napurt eins og venjulega í Mjóafirði. Stoppuðum á Laugabakka og fengum okkur hádegisverð en héldum svo ferð áfram. Það var napur hliðarvindur  skáhalt á okkur en þegar kom í Hrútafjörðinn hallaði vegurinn yfir í há suður og við vorum með vindinn í bakið alla leið að gististað. Þetta gekk ágætlega í dag. 86 km á sléttum fimm tímum. Umferðin var lítil um morguninn en fór vaxandi eftir því sem leið nær hádegi. Á morgun er það svo Holtavörðuheiðin. Spáin er góð og við ættum að eiga greiða leið í Borgarnes svo framlega sem ekkert bilar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband