Allt í gódí fíling í sól og blíðu í Mývatnssveitinni

Hetja dagsins er Magnús Ingólfsson sem ég vakti í morgun og gerði út af örkinni til að kaupa dekk og slöngu og koma því á sendiferðabíl fyrir 11. Þetta tókst og mér bárust varahlutirnir klukkan tvö. Hjólið var komið í lag korteri seinna. Maður er orðinn nokkuð klár í að gera við. Átti langt og skemmtilegt spjall við Skoskan hjólamann um hjól og hjólreiðar. Veit núna að þeir sem seldu mér hjólið vissu ekkert hvað þeir voru að segja. Fyrir það fyrsta hefði ég átt að skipta út teinum og setja þykkari teina. Í öðru lagi hefði ég átt að vera með dempara á hnakk. Í þriðja lagið hefði ég átt að vera með "on road off road" dekk. Þau eru millistig milli götudekkja og fjalladekkja. Hann var líka með breiðan og góða pedala og sérlega hentuglaga lögun á bremsu höldum og gíraskiptum. Veit þetta næst. Hins vegar er ég sannfærður um að gamli garmur skili mér heim og eigi eftir að reynast gott "borgarhjól" eins og Skotinn kallaði það. Sá er búinn að vera að hjóla um heiminn í 40 ár. Skotinn hældi hins vegar kerrunni góðu og sagði að þetta hjól hefði ekki þolað feitar hliðartöskur til viðbótar við feitann hjólreiðamann (mér fannst nú svo lítið dónlegt að kalla hliðartöskur feitar - eins og þær hafi engar tilfinningar). Fór í jarðhitaböðin í sólinni og blíðunni. Fannst of mikið að borga 2000 kall fyrir þann drullupoll. Mæli frekar með sundlauginni hérna fyrir 500 kall. Sérstaklega ef fólk er með börn. Það er mun meira við að vera fyrir þau.

Flugan er í algjöru lágmarki en fuglalífið hreint frábært. Flórgoði með unga fimm metra frá tjaldopinu. Margar ólikar endur en enga hef ég séð húsöndina þó þær eigi að teljast einkennisfugl hér. Þær eru hins vegar á mismunandi stöðum í vatninu eftir vindum og liggja líklega sunnanvert við það þar sem er meira af flugu. Nóg í bili....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband