Ævintýri á heiðum - lögreglan kemst í málið

Lagði af stað frá Jökuldalnum í gær þriðjudaginn 30. júni. Ferðin upp brekkuna gekk vonum framar enda lofthiti lægri en daginn áður og ég úthvíldur eftir nóttina. Þegar upp úr dalnum kom tók við frábær hjólreiðartúr yfir Jökuldalsheiðina með öllum sínum tjörnum og flám. Hver tjörn var skreytt einu álftarpari sem ýmist var á hreiðri eða með unga. Talandi um svanasöng á heiðum. Langidalur og Mörðudalsöræfi tóku við með sýnu hrjóstruga og berangurslega landslagi. Hrein undraveröld að hjóla í gegnum. Svo niður brekkuna að Grímsstöðum á fjöllum þar sem ég hugðist gista en ákvað að taka 40 km í viðbót yfir á Mývatn. Þegar ég átti eftir 25 km ófarna sprakk hjá mér. Ég skipti um slöngu en nýja slangan reyndist gölluð og rifnaði við ventilinn. Fór að skoða dekkið betur og komst að því að það var ónýtt. Þar sem ég lág grenjandi yfir vanda mínum bar að tvo lögregluþjóna þá Hreiðar og Ingvar. Þeir eru í Lögregluliði Húsavíkur. Hreiðar lagði til að við notuðum plástur á dekkið þar sem vírarnir stóðu út sem við og gerðum. Eftir að löggan var búin að setja plástur á dekkið gerði ég við og pumpaði í og viti menn þetta hélt - næstum því. Ég komst að Námaskarði þegar þetta gaf sig aftur og teymdi hjólið þá 7 km sem ég átti ófarna inn á Mývatn. Klukkan farin að ganga tíu þegar ég komst í gistingu. Nú er Magnús Ingólfsson, sem er staddur í orlofsíbúð á Akureyri, að reyna að redda mér dekki og koma því á rútu fyrir ellefu. Ef það tekst er ég "up and running" klukkan fimm í dag. Gæti þá lagt aftur á djúpið eða beðið með það til morguns. Hér er frábært veður sól og 20 stiga hiti (eða meira). Bestu þakkir til þeira Hreiðars (eða hét hann Heiðar) og Ingvars lögregluþjónanna góðu á Húsavík. Svona eiga lögreglumenn að vera. Ég gerði þá samstundis að liðsmönnum í sérsveitum Hringfarans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með þessu bloggi hjá þér Kristinn. Þú ert hetja okkar Borghyltinga!

Sóla (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir það Sóla, Skora á þig í veggjatennis í haust (verð þessi brúni og granni :o)

Kristinn Arnar Guðjónsson, 1.7.2009 kl. 19:45

3 identicon

Sæll gamli... gott að þú komst þó þetta langt á dekkstúttunni eftir viðgerðina. Mér sýnist að þú hafir verið um 40 km. austan við Reykjahlíðarþorpið þegar við hittumst.  Viðgerðin hefur því dugað allt að 35 km, sem er ágætt miðað við ljótt útlit dekksins.  Vona að þú reddir nýju dekki og lokir hringnum eins og þú stefnir að enda veðurblíða í kortunum áfram. Löggukveðja frá Húsavík, Hreiðar.

Hreiðar (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 19:48

4 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk kærlega Hreiðar. Þið björguðuð sannarlega deginum í gær. Nýja dekkið komið og ég í startholunum. Húsavíkurlögreglan á hlýjan stað í hjarta mínu.

Kristinn Arnar Guðjónsson, 1.7.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband