Risaeðla í Tjörupitt

Lagði af stað frá Egilstöðum í fyrradag. Ferðin gekk vel nema fyrir það að hitinn var óbærilegur. Um 25 gráður og sól. Mörg vandamál var ég búinn að sjá fyrir en ekki það að festast í tjöru vegna of mikils hita. Þetta var nú samt raunin. Hitinn var svo mikill að tjaran blæddi úr málbikinu og festist við dekkkinn. Hún óðst upp á mig allan og róðurinn þyngdist mjög þar sem þetta snarlega jók viðnámið. Ekki alveg það sem maður þurfti í þessum hita. Þegar kom inn í Jökuldalinn lagaðist tjörumálið en ég var hins vegar orðinn mjög þreyttur þegar ég var kominn Jökuldalinn á enda þá búinn að hjóla 50 km. Við blasti hin ógurlega brekka upp úr Jökuldalnum og mér féllust hendur yfir því púlli að leiða hjólið þar upp. Þá tók ég eftir því mér til ánægju og yndis að komin var greiðasala í gamlaskólanum alveg við endan á dalnum. Þar rekur hann Aðalsteinn í Kirkjuseli Hreindýrasetrið - gististað með sundlaug. Þarna er líka Hákonarstofa helguð minningu Hákons Aðalsteinssonar hagyrðings og móðurbróður Aðalsteins verts. Ég ákvað að gista þarna og var þar í góðu yfirlæti með hópi danskra eldriborgara sem tók lagið við varðeld í Hákonarstofu þá um kvöldið. Hafðu bestu þakkir Aðalsteinn fyrir ánægjulegar samræður og kvöldstund.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband