29.6.2009 | 09:37
Legg aftur af stað á eftir
Eftir svona eina klukkustund legg ég aftur af stað eftir góðann frídag á Egilsstöðum við vatnið "mitt". Í gær þvoði ég af mér á tjaldstæðinu og átti alveg frábæran dag. Hiti yfir 20 gráður og sól. Ég eyddi deginum með þeim stöllunum Ástu (sjá http://www.thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/), Sigrúnu og Söru en þær voru í sólarverkfalli frá vinnu sinni á upplýsingamiðstöðinni. Um kvöldið fór ég út að borða á matsölustaðnum í Gistihúsinu Egilstöðum, gamla bænum sem þorpið dregur nafn sitt af. Þetta er hreint frábær staður með góðum mat á sanngjörnu verði. Mæli neð honum. Veðrið er flott í dag. Heiðskýrt og fer vafalaust í 20 stiginn eða meira. Ég verð fáklæddur á hjólinu í dag. Nú stefni ég upp á heiðar og verð þar næstu daga þannig að líklega verður ekki blogg hér frá mér fyrr en ég næ á Mývatn eða eftir tvo daga. Þ.e.a.s. nema að tröllin taki mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.