Á Egilstöðum í fallegu veðri og 20 stiga hita

Þá er ég kominn úr þokunni á fjörðunum í sólina á Héraði. Það gekk vel að hjóla þessa 50 km frá Fáskrúðsfirði yfir á Egilstaði. Lítil umferð í göngunumn enda laugardagmorgun og því lítil mengun í þessum tæplega 6 km göngum. Þegar kom í Reyðarfjörðinn tók Fagradalsheiðin við. Hækkun úr 20 m í 380 m. Fyrst mjög bratt en síðan hægar. Þegar að kom á vatnaskil tók sólin við af skýjaða veðrinu og það hallaði undan fæti í átt að Egilstöðum. Var kominn þar um 1 leitið. Lét laga hjólið og kom mér svo fyrir í gistingu. Ætla að hvílast hér á morgun leggja á fjöll á mánudaginn. Alls búinn að hjóla 731 km! Nú eru trússararnir farnir heim og ég því aftur kominn með kerruna góðu í drátt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband