26.6.2009 | 20:48
110 km að baki í dag kominn á Fáskrúðsfjörð
Flottur dagur á hjóli í dag. Hjólaði tæpa átta tíma í stilltu veðri. Sjórinn rennisléttur. Hreint dásamlegt að hjóla svona í fjörunni innan um fuglinn. Eina sem ég get kvartað yfir er að það var frekar lágskýjað þannig að ég naut ekki hinna fögru fjalla á þessu svæði en landslagið neðan skýja var hrein frábært. Það var alveg himneskt að hjóla fyrir Stöðvarfjörð og in Fáskrúðsfjörðinn í þessari stillu. Þá er það stuttu dagur á morgun 33 km niður á Egilstaði eða er það upp á Egilstaði. Þar fæ ég vonandindi endanlega viðgerð á gírum. Ferðin er formlega hálfnuð. Allt gengur vonum framar. Búnaðurinn reynist vel og engin veikleikamerki enn komin fram hjá hjólreiðamanni. Sjö níu þrettán.
Athugasemdir
Jæja kæri bró á ekki að senda mér lista?
Thelma (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 23:52
Frábært framtak hjá þér og frábært að þú hafir náð að komast í gegnum hörkuna í veðrinu og klárað þetta sjálfur ( Bara plús og broskall í kladdan fyrir það =). )
Leit einmitt inn á síðu vegagerðarinnar í gær og sá að skyggnið var ekki gott og sumar myndavélarnar sýndu ekki neitt nema regndropana sem voru á linsuhlífinni...
Svo er bara að skella sér á hreindýraborgara á Búllunni á Egilsstöðum, kjáninn hann ég gleymdi því síðast þegar ég var þar...
Nafni Ingi Þórarinsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.