25.6.2009 | 01:13
Áfram alla leið
Átti góða kvöldstund með familíunni og kollega mínum Magnúsi Ingólfssyni og Sigrúnu konu hans. Fórum á hvern staðinn eftir öðrum en enduðum á hótelinu þar sem allt annað var fullt. Þar var hins vegar maturinn frekar dýr og ekki vel úti látinn. Þó heillaðist ég töluver af svartsfuglsreimunum sem hann Magnús pantaði. Mér datt í hug að ef allt mannkynið væri svona matgrant eins og hann Magnús myndi hungur og hallæri vera úr sögunni. Maður myndi borða eina húsaflugu að morgni og vera saddur. Þá yrði sagan af manninum sem mettaði fimm þúsund á einum fiksi ekki merkileg. Meðan við sátum þarna datt Gunnlaugur inn og voru þá fulltrúar Borgó orðnir þrír á staðnum. Gunnlaugur var á suðurleið með hóp sem hann var að leiðsegja á sínum heimaslóðum. Og ég sem var að vona að hann myndi leiðsegja mér um sín æsku tún.
Sólsetrið var hrein frábært í kvöld. Sólin settist bakvið jökulinn. Það var eins og eldur mætt ís. Reyndi að mynda það en það tókst ekki.
Á morgun heldur ferðin áfram með vindinn í fangið geri ég ráð fyrir að vera 7 til 10 tíma að hjóla á Djúpavog. Gæti gert það á þremur með meðvind. Þetta verður bara skemmtilegt.... vona ég.
Athugasemdir
Heill og sæll Kristinn
Ég var einmitt að reyna að ná á þig í morgun í gemsann og ætlaði að tryggja þér uppáhellingu í Lóninu. Með kærri kveðju, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 25.6.2009 kl. 17:02
Hún hefði sannarlega verið vel þegin. Þetta var nokkuð stremið frá Stafafelli að þvottárskriðum
kristinn
Kristinn Arnar Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.