24.6.2009 | 17:20
Hjólið komið næstum því í lag..
Lúlli er búinn að líta á hjólið. Í ljós kom að það var einn teinn slitinn og olli það því að dekkið var skakkt. Honum tókst næstum því að stilla gírana en ekki alveg þó. Einn gírinn svíkur enn. Það er þó bót í máli að hann er ekki mikilvægur. Hringdi í Örninn og fékk þær upplýsingar að næsti þjónustuaðilli er á Egilstöðum. Ég verð því að skröltast þangað og vona það besta. Finnst þetta reyndar frekar súrt að á nýju hjóli sem er búið að yfirfara og stilla þrisvar geti þetta ekki virkað. Ekkert sérstaklega góður vitnisburður fyrir Track hjól.
Athugasemdir
Þú þarft ekki að láta gera við gjörðina á Egilsstöðum því þá verður þú orðinn svo horaður að hjólið finnur ekki fyrir þér. Og áfram svo....
Kveðja,
Jakob (ekki frænndi)
Jakob Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 23:14
Sæll Jakob
Já, þið hlaupastrákarnir mynduð ekki endast lengi í þessu. Maður verður að hafa varanæringu til að komast alla leið. Verð orðinn grennri en þú eftir tvo daga. Svo er bara að æfa billann og mala ykkur gamalmennin þriðja þriðjudaginn í september......
Kristinn Arnar Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.