21.6.2009 | 15:03
En einn frábær dagur
Ég er kominn á Klaustur og tók þessi 70 km ferð aðeins tvo og hálfan tíma. Veðrið var hreint frábært. Sól og góður meðbyr. Hún Kolbrún Hjörleifsdóttir á Vík hefur ábyggilega soðið einhvern töfraseið til að redda þessu veðri. Ég er eiginlega sannfærður um að hún sé göldrótt.
Fékk mér að borða í Skaftárskál og hitti hana Pálínu Pálsdóttur nemanda minn. Hún var held ég nokkuð undrandi á þessu flakki á mér. Eina sem ég get kvartað undan er krían sem goggaði mig til blóðs þegar ég kom inn Á Klaustur. Ætti kannski að nota þennan hjálm sem ég er að dröslast með. Hann verður örugglega á höfðinu þegar ég fer um heimkynni skúmsins á Breiðamerkursandi. Það eru víst 6000 pör sem verpa þar. Stærsta skúmavarp á norðuhveli jarðar.
Þegar ég kom að skálnum stóðu þar tveir frakkar með hjólagræjur líkar mínum. Þeir höfðu hjólað frá Keflavík um Kjöl og svo austur fyrir og sögðust á leið til Víkur. Ég sagði þeim að þeir yrðu ekki sviknir af náttúrufegurðinni. Þér voru í flottum peysum sem stóða á Íslandlsleiðangurinn 2009 (á frönsku) og svo kort af Íslandi fyrir neðan sem sýndi leiðina. Ég fór að hugsa að ef til vill hefði ég átt að láta hana Rósu mína útbúa svona galla á mig. Mér fannst ég sannast sagna frekar óprófessional við hliðina á þessum mönnum þar sem ég stóð í Boratspandexgallanum og gula vestinu. Stolt mitt var þó endurheimt þegar ég sá þessa þorpara lauma hjólum sýnum á rútuna til Víkur. Það er þá ekki búningurinn sem gerir menn að alvöru hjólamönnum. Jæja, nóg í bili. Ætla að bæta við eins og 30 km áður en ég set upp tjald og fer að sofa.
Athugasemdir
Mig langar að vera með...........
Thelma H. Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 19:11
Já, Thelma. Þér stóð það nú alveg til boða og stendur reyndar enn.
Kristinn Arnar Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.