Kominn á Vík

Ferðalagið frá Skógum að Vík gekk vel. Þetta voru bara 30 km og var ég því mjög feginn að hafa tekið þessa auka 50 km í gær. Hefði orðið að hjóla 70 km með mótvind frá Hvolsvelli að Vík.

Byrjaði á því að heimsækja vin minn Þórð Tómasson þjóðháttafræðing og safnstjóra að Skógum. Þar voru einnig fyrir Sigríður og Hans Martein. Hans hjólaði reyndar hringinn 1991 og öfundar mig mikið af því að vera gera þetta. Mér var tekið vel af þeim þremmenningunum og boðið upp á kaffi og með því á samgöngusafninu. Ég hef hitt þetta fólk oft í leiðsögn en einnig heimsótt safnið vegna rannsókna sem ég hef verið að vinna á ættarsögu minni. Langalanga afi minn Hermann Elías Jónsson var sýslumaður á Velli í Rangavallasýslu. Hann var ættaður frá Ísafirði en langalangamma var frá Álfhólahjáleigu rétt sunnan við Hvolsvöll.

Sólheimasandur skartaði því fegursta sem hann átti. Alaskalúpínan var í fullum blóma, vindur ekki mjög sterkur og bjart þótt skýjað væri. Það var frekar háskýjað svo ég sá vel til fjalla og jökla. Þegar kom í Mýrdalinn fór að hvessa og rigna og fór að sækjast hægar. Brekkan sunnan við Reynisfjall var erfið og varð ég að ganga hana með hjólinu. Vindurinn í fangið. Huggaði mig við það að þetta væri síðasta brekkan næstu 600 km. Renndi mér svo niður í Mýrdalinn. Hefði viljað halda lengra og viðhalda forskoti gærdagsins en rokið var of mikið og hann spáir meðvind á morgun svo ég lét staðar numið hér. Þakka Múkka á Edduhótelinu Vík fyrir að hleypa mér í tölvu. Gæti reyndar útskýrt þetta viðurnefni en það væri ósangjart gagnvart honum :o)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi 

Þetta er glæsileg frammistaða hjá þér frændi og gaman að fylgjast með ferð þinni hérna á blogginu. Þú ert algjör hetja!!!

Una (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 12:59

2 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir það Una. Það verður sammt seinnt talið til hetjuskapar að gera það sem manni finnst skemmtilegt að gera...

Kristinn Arnar Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband