Ó þessi fallegi dagur - Kominn að Skógum

Hreint frábær dagur að kvöldi kominn. 105 km að baki. Í það heila búinn með 162 km sem er meiri en 10% af þeim 1370 km sem hringurinn er. Hjólaði í sjö tíma í dag. Frá Selfossi að Skógum. Eftir að Landsvegmótum var náð tók við hreint frábær meðbyr. Á 40 km hraða var logn. Vindurinn var beint í bakið og á þeim hraða fór ég jafn hratt og vindurinn. Ég stoppaði til að taka af mér peysuna því mér var orðið svo heitt en þá var hávaða rok! Þegar kom undir Eyjafjöll lygndi og við tók tær fegurð. Sjórinn á hægri hönd en jökullinn á vinstri. Oft hef ég ferðast um Ísland og dáðst að fegurð þess en aldrei hefur hún birst mér með jafn dásamlegum hætti og í dag. Maður fær allt aðra sýn á landið að fara svona hægt yfir. Sjá afstöðubreytingar í landslaginu og birtubreytingar. Þetta var hreint æði. Var alveg rasandi.

Ætlaði að vera á farfuglaheimili í kvöld en það var upptekið og datt því inn á Edduna. Borðaði rosa góða kvöldmat. Heit sturta var sannarlega vel þegin eftir þennan dag.  Tók reyndar lítið af myndum í dag. Ég var of upptekinn við að njóta fegurðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband