Kominn á Hvolsvöll og er að hugsa um að hjola að Skógum

Sæl öll

Þá er ég kominn á Hvolsvöll. Ferðinn gekk hægt í fyrstu. Bullandi mótvindur og puð. Hugsaði sjálfum mér þeigjandi þörfina að hafa tekið upp á þessu bulli. En svo fór landið að lyftast þegar ég kom fram hjá Þjórsárbrúnni. Þá fór vindurinn að blása í bakið. Stoppaði á Landvegmótum og fékk mér "pulsu með öllu". Rakst þar á systurson minn Elmar Haukson stórsöngvara (hann er hávaxinn og syngur mikið). Eftir það fékk ég hraðbyr á Hvolsvöll og hélt á tímabili 40 km hraða. Tók næstum fram úr bíl á leiðinni en hann gaf aðeins í þegar að hann sá hjólreiðamanninn nálgast. Ég hins vegar söng hástöfum "I want to ride my bicycle" gamall Queen slagari ef ég man rétt. Nú er ég að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að taka það rólega og skella mér í sund og gista hér í nótt eða nota meðbyrinn og bæta bið 50 km á Skóga.

Fjallasýnin var frábær í dag. Sjóndeildarhringurinn var varðaður snæviþökktum fjöllum.  Búrfell, Hekla, Tindfjöll of Eyjafjallajökull. Hrein frábært! Þetta er eiginlega miklu skemmtilegri en ég þorði að vona. Er að vinna í því að setja myndir inn. Get tekið JPG myndir á videó vélina. Þakka þeim Þóru Kristínu, Kristínu Önnu og Ívari á upplýsingamiðstöðinni á Hvolsvelli afnot af tölvunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður frændi

Gaman að sjá að þú ert að uppfylla gamlan draum. Ef ég man rétt sagðir þú mér frá þessu þegar við ferðumst saman fyrir 15 árum síðan. Hef fulla trú að þú eigir eftir að klára þetta verkefni með glæsibrag og takir mann með næst (sem þýðir að ég verð að fara æfa mig strax eftir að ég er búin með þennan bjór eða næsta).

Kv frá Odense

Kobbi frændi

Jakob Hafsteinn Hermannsson (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 18:37

2 identicon

Hæhæ,

Gaman af þessu, passa sig að of gera þetta ekki! Frekar taka þessu rólega sérstaklega í byrjun svo að þú vaknir nú ekki á morgun með "killer" harðsperur eða jafnvel tognir.  Þú ættir heldur að bæta við þig í lok ferðar en byrjun =D

Þú verður að setja inn mynd af þér með snoðaðan haus!  Ertu ekki bara alveg einsog selur þegar þú ert komin í svarta hjóla spandex búninginn með snoðaðan haus?

Sigurrós Soffía (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Þú ert sannarlega velkominn með í næstu ferð Kobbi minn. Alveg rétt munað hjá þér. Ég ræddi þetta við þig forðum daga þegar við vorum að taka botnsýni úr Hagavatni. Það eru víst komin 15 ár. Það er líka rétt hjá þér rósa að í spandex hjólagallanum lít ég út eins og selur eða kannski eins og snoðaður Borat! :o) 

Kristinn Arnar Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband