Kominn á Selfoss

Fyrsti leggurinn gekk vel. Smá mótvindur fyrst í stað en seinn var hann meir skáhalt í bakið. Umferðin var skelfileg en ég vona að það batni þegar ég verð kominn austur fyrir Hvolsvöll. Ég alls 4 tíma austur en þar af var ég hjólandi í rúma þrjá. Þetta voru 54 km. Meðalhraðinn upp á Hellisheiði var aðeins um 10 km á klst enda á fótinn en eftir að hæsta punkti var náð náði ég að halda meðalhraða sem var um 30 km á klst. Fyrir ferðina í heild var hann 15 km á klst. Mesti hraði var 50 km en þá byrjaði hjólið að skjálfa ískyggilega og olli því kerran. Það virðist vera svona hámark að fara í 40-45 km. Vonast eftir að hafa góða framvindu á morgun.

Ég stoppaði í Litlu Kaffistofunni og fékk mér kaffi og með því. Fékk góðar móttökur þar. Alltaf jafngott heimabakaða brauðið með eggjum og reyktum silungi. Stoppaði í Hveragerði og hitti þær stöllurnar Pálínu Agnesi og Elínu Ósk og hélt síðan sem leið lág á Selfoss. Þar ákvað ég að fara í gistingu frekar en að tjalda þar sem ég þurfti að fara í smá útréttingar og vildi síður hafa búnðinn í hirðuleysi í tjaldinu. Leit við á Bókarkaffinu hjá Bjarna Harðarsyni fyrrum þingmanni og hitti þar kunningja minni Hafstein Einarsson sem átti leið um bæjinni með frænda sínum. Bjarni tók vel á móti okkur og mæli ég eindregið með þessum stað fyrir þá sem elska kaffi og bækur (og geta afborið framsóknarmenn :o) Næsta verk var að kaupa nýjan standara á hjólið en sá sem fylgdi því er alveg ómögulegur.

Loks fór ég á rakarastofu og lét snoða mig. Ekki var það gert til að fá meiri straumlíinulögun. Ástæðan var einfaldlega sú að mér fannst ég svitna of mikið undir hjálminum. Hef svo sem enga þörf fyrir þetta hár næsta mánuðinn. Datt svo inn á bókasafnið til að setja inn þetta blogg. Sem sé, allt gengur vonum framar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hálfnað er verk þá hafið er!  :)
Það verður eins og besta spennusaga að fylgjast með þessu ævintýri þínu.
Gangi þér vel!

Berglind Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 21:03

2 identicon

góða ferð  áfram gaman að fylgjast með  blogginu þínu Addi

Lára (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 03:24

3 identicon

Til hamingju með fyrsta áfangann félagi. Mikið væri gaman að fá mynd af þér nauðasköllóttum á þarfasta þjóninum. Hef ekki nægilegt ímyndunarafl til að sjá þetta fyrir mér en er viss um að þetta sé skemmtileg sjón. Annars er ótrúlegt hvað menn leggja á sig til þess að heimsækja gamla framsóknarjaxla...

Anton Már Gylfason (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:12

4 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta er að vinna í því að setja myndina inn.

Kristinn

Kristinn Arnar Guðjónsson, 19.6.2009 kl. 15:22

5 identicon

Hi Kristinn:

ég og örðabókin ætla að rauna (sp) að lessa blog.  ég var buinn að losna vefsóð, ég fá það frá Ragna, she says hello!!

Bless

Gail

Gail Einarson-McCleery (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta Gail vona að þú skyljir sem mest.

Kv.

Kristinn

Kristinn Arnar Guðjónsson, 1.7.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband