Hjólið er komið úr stillingu...

Allt er tilbúið. Kominn með allan búnað og hjólið klárt. Bíð bara eftir góðu ferðaveðri. Hann spáir beggja skauta byr fimmtudag, föstudag og laugardag. Að vísu smá rigning en enginn er verri þó að hann vökni svo framlega að það sé ekki slagveður í fangið...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæli með því að pressukannan fari með, það mun gera gæfumuninn  :)
Góða ferð og góða skemmtun!

Berglind Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:34

2 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta Berglind. Hún fer með...

Kristinn Arnar Guðjónsson, 16.6.2009 kl. 23:17

3 identicon

Það er ótrúlegur dugnaðurinn alltaf í þér og ekki var ég hissa þegar ég sá að þú ætlaðir að hjóla í kringum landið það er þér líkt að gera eitthvað álíka geggjað og það :-) En góða ferð frændi og vonandi á þetta allt eftir að ganga vel hjá þér.

Una (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta Una. Nú styttist í brottför....

Kristinn Arnar Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 16:54

5 identicon

Gangi þér vel Kristinn. Þetta er nú þannig afrek að það hefði verið ástæða til að auglýsa það meira upp, safna áheitum og allt það. En eins og þú segir þá ertu fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfan þig. Gangi þér vel, við Kristín fylgjumst spennt með.

Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 21:54

6 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Sæll Þorsteinn

Var einmitt að velta því fyrir mér að það hefi verið óvitlaust að safna áheitum. Ég bara kann ekkert á svo leiðis. En vissulega hefði það verið auka hvattning að vita að t.d. langveik börn nytu góðs af þessu puði. Reyndar kom mér áóvart hvað margir hafa áhuga á ferðinni. Búinn að fá mikið af tölvupósti. Nokkrir eru að lofa mér að fylgja mér síðasta spölinn (ef ég næ svo langt :o)

Kristinn Arnar Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband