Hjólið kemur úr stillingu á morgun...

Fór með hjólið í útíherslu og stillingu í morgun. Það verður tilbúið seinnipart þriðjudag. Þannig gæti því farið að ég hæfi för á sjálfan þjóðhátíðardaginn.

Búnaður er í lágmarki. Göngutjald, svefnpoki, vatnsheldur poki yfir svefnpoka, termarest dýna, lítill prímus og pottur, pressukanna, vasaljós, verkfæri og varahlutir, fatnaður til þriggja daga, skel og regngalli, lambhúshetta, hjálmur, hreinlætisdót, myndavél með þremur linsum og tveimur flössum, videovél, monpot og léttur þrífótur, gps tæki og þá er það helsta talið. Gæti verið að ég þyrfti að skera eitthvað niður. Það veltur á því hvernig þetta pakkast.

KAG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur nú sýnt á þér ýmsar hliðar en að þú ættir þetta til, datt mér aldrei í hug. Þú er sannur eld- og ofurhugi. Ég ætla að fylgjast með þér og þú veist að mig er að finna á Norðurlandi. Gangi þér vel, vonandi blása vindarnir þér í hag ! Kv. Magnús M

magnús v magnússon (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þessi hlýju orð Magnús..

Kristinn

Kristinn Arnar Guðjónsson, 15.6.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband