Fyrirhuguð ferðaáætlun

FarskjóturinnUndirritaður hefur unnið nokkur sumur sem leiðsögumaður. Þá hef ég farið nokkra hringi um landið á forsendum annara. Mig hefur lengi dreymt um að fara þennan hring á eigin forsendum og tel það best gert með því að hjóla hann.

Ekki er ætlunin að fara í neina keppnisferð þar sem reynt verður að slá hraðamet. Ég stefni að því að hjóla á bilinu 30-96 km á dag. Ef til vill meira suma daga en minna aðra daga. Ég hef með mér göngutjald sem ég ætla að sofa í og dett inn í sveitagistingu af og til til að þvo af mér og hlaða rafhlöður. Aðaláherslan verður á að ljósmynda það sem fyrir augum ber en einnig mun ég hafa með litla kvikmyndatökuvél.  Ég verð á Treck 7300 hjóli með tveimur 15 lítra tösku á böglabera og BoB kerru í eftirdragi. Ég mun elda morgunmat á morgnana og smyrja nesti á daginn en stefni að því að borða kvöldmat á matsölustöðum/sjoppum. Þegar illa viðrar mun ég bíða af mér veður. Þetta á nefnilega að vera skemmtilegt.

Á leiðinni hyggst ég taka hús á vinum og kunningjum sem ég hef kynnst í gegnum leiðsagnarstarfið. Myndbandið og ljósmyndirnar eiga að sýna landið með þeim augum sem ég sé það. Ég hef enga tölvu með mér og tek allar myndir á RAW sniði þannig að ég efast um að ég geti sett inn myndir á bloggið en mun setja inn texta í þau skipti sem ég kemst í tölvu. 

Hér fyrir neðan er áætluð ferðaáætlun. Hafa ber í huga að þetta sýnir bara hvað ég hyggst hjóla á hverjum degi en vera má að inn á milli verði hvíldardagar vegna veðurs, bilana og þreytu. Svo getur vel verið að þetta gangi miklu betur. Kerran hægir nokkuð á mér sérstaklega í vindi þannig að vindur og veður ræður mestu um hvort ferðin takist.

Frá

Til

km

Uppsafnaðar dagleiðir í km

Reykjavík

Selfoss

57

57

Selfoss

Hvolsvöllur

49

106

Hvollsvöllur

Vík

80

186

Vík

Kirkjubæjarklaustur

72

258

Kirkjubæjarklaustur

Skaftafell

68

326

Skaftafell

Hali

88

414

Hali

Höfn

44

458

Höfn

Djúpivogur

95

553

Djúpivogur

Stöðvarfjörður

80

633

Stöðvarfjörður

Reyðarfjörður

76

709

Reyðarfjörður

Egilsstaðir

30

739

Egilstaðir

Sænautasel

67

806

Sænautasel

Grímstaðir á Fjöllum

79

885

Grímstaðir á Fjöllum

Mývatn

36

921

Mývatn

Akureyri

91

1012

Akureyri

Varmahlíð

96

1108

Varmahlíð

Blöndós

50

1158

Blöndós

Staðarskáli

78

1236

Staðarskáli

Borgarnes

81

1317

Borgarnes

Reykjavík

56

1373

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð vinur vona að þú komir heill heim

Lara þórðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 00:30

2 Smámynd: Kristinn Arnar Guðjónsson

Takk fyrir þetta Lára.....

Kristinn Arnar Guðjónsson, 17.6.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband