1.12.2010 | 13:15
01.12.2010 The bike trip next summer – Hjólaferðin næsta sumar
Planning for next summers trip is well under way. The idea is to bike the interior and a part of NE-Iceland that I did not bike when I did the circle road in 2009. The map shows my route around Iceland in 2009 (green line), my trip around the western part of Iceland in 2010 (blue line) and the intended trip through the interior and back next summer (yellow line). The circle road was 1400 km, the west fjords 1100 km and I estimate that the trip next summer will be between 900-1000 km. This is however on mountain roads with unabridged glacial rivers and more extreme weather conditions. I will not be pulling the trailer but instead I will load all the gear on the bike. This means that I need to lose more weight than previously and this will also call for a stronger mountain bike. I am not sure if I will have time to do this in one go since my son will be joining me and he has a demanding schedule next summer. So we might do this in three legs. I have already started the preparations by hiking every weekend and swimming daily. In the past two weeks I have taken of 3-4 kg. Think I have another 20 kg to go.
Skipulagning fyrir hjólatúr næsta sumars er hafin. Nú er hugsunin að hjóla hálendið þ.e.a.s. hjóla norður Kjöl, síðan fyrir Melrakkasléttuna og til baka Sprengisand. Kortið sýnir leið mína hringinn sumarið 2009 (græna línan), Vestfirðina og Snæfellsnes í sumar (blá línan) og fyrirhugaða ferð næsta sumar (gula línan). Hringurinn var 1400 km, Vesturlandið 1100 km og hálendið og NA-land áætlað 900-1000 km. Þetta eru náttúrulega hálendisvegir með óbrúaðar jökulár og allra veðra von, sérstaklega fyrri og seinni part sumars. Nú verður kerran góða ekki með í för heldur verður farangur allur borinn á hjólinu. Þetta þýðir að ég verð að vera léttari í byrjun ferðar en í hinum tveimur auk þess sem ég verð að fá mér kröftugt fjallahjól. Líklega geri ég þetta ekki í einum rykk þar sem sonur minn kemur með og hann er nokkuð önnum kafinn í vinnu og öðru í sumar. Líklega verða þetta tveir til þrír leggir t.d. Kjölur svo Melrakkasléttan og síðan Sprengisandur. Þetta skýrist þó þegar fram líða stundir. Ég er þegar byrjaður að koma mér í form. Búinn að ganga á fjöll undanfarnar helgar og farinn að synda daglega enda 3-4 kg farin og þá eru bara 20 kg eftir. Gæti verið erfið jól.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.