11.7.2010 | 17:43
We made it! – Okkur tókst það
This fantastic bike trip has come to an end. At 4:30 PM I reached the spot where I started from more than two weeks ago. In these two weeks I have biked 1100 km of Icelands roughest roads and highest mountain passes. My friend Larus biked close 800 km of this trip, my friend MaryAnne close to 600km and my sister Thelma close to 1000 km. During these days we saw many different types of weather and learned that the wind can be a good friend and a difficult opponent. I will blog more later tonight or tomorrow about our trip today and also include the final statistics for the whole trip.
Þessi stórkostlegi hjólatúr er á enda. Klukkan 4:30 síðdegis náði ég planinu við Hvalfjarðargöngin þaðan sem ég lagði upp í ferðina fyrir rúmum tveimur vikum. Á þessum tíma er ég búinn að hjóla 1100 km og geyma þeir suma verstu vegi landsins og hæstu fjallvegi. Vinur minn Lárus hjólaði með mér nærri 800 km af þessari leið, Thelma systir nálægt 1000 km og vinkona mín MaryAnne um 600 km. Þetta var gert við mjög misjöfn veðurskilyrði. Ég mun blogga meira í kvöld eða á morgun um daginn í dag og gefa þá heildar tölfræði ferðarinnar.
Athugasemdir
Til hamingju með afrekið, Kristinn og félagar!
Sé að það hefur gengið á ýmsu í veðri og vindum en allt stórslysalaust. Þetta er ferlega flott hjá ykkur.
Njótið sumarsins sem best,
Ásdís
Ásdís Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 11:26
Takk fyrir það Ásdís. MBK Kristinn
Kristinn Arnar Guðjónsson, 12.7.2010 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.