Journey to the Centre of the Earth – Ferðin að iðrum jarðar

Sigga og Kristján í Fjöruhúsinu á HellnumI started the day by going to the dentist in Ólafsvík. I lost a filling the other day and the tooth was bothering me. I return to my brothers house around noon and had some of Láras fantastic fish soup for lunch. We started our trip around 13:00. This was a much brighter day than many of the previous ones and I even decided to were shorts today. We had the wind in our back as we circled Snæfellsnesglacier (if you have read Juls Vernes book “Journey to the Centre of the Earth” than you know it was in that glacier they started their descent into the earth’s centre).  At one point I reached a speed of 45 km/h without peddling! So strong was the tail wind. But we paid for that luxury as we came around the glacier the fantastic tail wind became a horrific head wind. It took us as long to cycle the last 10 km as it had taken us to cycle the first 40 km. In all we cycled 51 km in 4 hours.

 

Ég byrjaði daginn á því að fara til tannlæknis á Ólafsvík enda hafði ég tapað fyllingu deginum áður. Kom aftur til bróður míns um hádegi og við gæddum okkur á afgöngunum af hinni frábæru fiskisúpu hennar Láru.  Lögðum í hann klukkan 13 og var nú veður bjartara en verið hefur marga undanfarna daga. Ég ákvað t.d. að hjóla í stuttbuxum í dag og er það í fyrsta sinn í þessari ferð. Athyglisvert að í fyrra þegar ég hjólaði hringinn á sama tíma árs var ég alltaf í stuttbuxum – fór held ég þrjá daga í síðbuxur. Við vorum með beggja skauta byr. Mér tókst að ná 45 km/h hraða án þess að stíga hjólið! En okkur hefndist fyrir þetta því þegar kom fyrir jökulinn var þessi frábæri meðbyr að ferlegum mótvindi. Enn og aftur var vindstyrkur nokkuð nærri 20 m/s og mjög hviðótt. Thelma fauk útaf og meiddi sig lítillega. Það tók okkur jafn langan tíma að hjóla síðustu 10 km að Arnarstapa og það hafði tekið okkur að hjóla fyrstu 40 km. Ég tók þó krók niður að Hellnum og fékk mér vöflur og kaffi í Fjöruhúsinu hjá Siggu og Kristjáni. Í dag hjóluðum við 51 km á 4 tímum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband