Sorgleg frétt

Þorvaldseyri er í mínum huga ein fallegast jörð landsins. Það er fallegt að aka framhjá og sjá vindinn sveigja öxin á kornökrunum og jökulinn fyrir ofan. Það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem kornrækt er stunduð í slíkri nálægð við jökul.

Þetta er líka fyrirmyndarbú. Jörðina byggja framsýnir og duglegir ábúendur. Snyrtimennskan og fagmennskan blasir við í öllum verkum þeirra. Búið er sjálfum sér nógt um orku. Ættfaðirinn Ólafur byggði rafstöð á jörðinni 1928 sem Ólafur Eggertsson barnabarn hans hefur endurbætt og gott betur því hann bætti við borholu sem leggur jörðinni til heitt vatn. Ég hef stundum fengið að líta við hjá Ólafi þegar ég hef þurft að sýna útlendingum fyrirmyndarbú. Seinast í sumar kom ég þar með kanadíska kvikmyndagerðarmenn sem voru að gera kvikmynd um jarðfræði heimsins. Það er kaldhæðni örlagana að daginn sem leikstjórinn klippti viðtalið við Ólaf sá hann mynd af sömu jörð á forsíðum blaða í Kanada þar sem gosmökkurinn gnæfði yfir. Honum var brugðið.

Þegar ég hjólaði í kringum landið í sumar gerði ég hlé á ferð minni á útskotinu við heimreiðina og dáðist af fegurð jarðarinnar.  Ekki datt mér í hug þau örlög sem voru í væntum. Sendi ábúendum mínar bestu óskir með von um að þeir og þeirra afkomendur megi byggja þessa jörð meðan land helst í byggð. Kristinn A. Guðjónsson


mbl.is Gerir hlé á ræktun og búskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þetta með þér Kristinn. Þorvaldseyri er með fallegri bújörðum á landinu og er til fyrirmyndar í alla staði, ábúendur eru kraftmiklir líkt og landið þeirra.

Ólafur og fjölskylda er að taka erfiða ákvörðun um hagi sína en ég er viss um að þeim á eftir að ganga vel með það sem fyrir þeim á eftir að liggja. Sendi þeim hugheilar samúðar- en um leið baráttukveðjur með von um að framtíðin verði björt.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband