Tölfræði ferðar

Ég er búinn að fara vandlega yfir tölfræðina eins og ég hef skráð hana í tækinu. Í ljós kemur að ég hjólaði slétta 1400 km. Þetta er hringurinn ef farið er firðina um göngi við Reyðarfjörð. Ég var á hjólinu í 96 tíma það tók mig því slétta 4 sólarhringa að gera þetta. Alls var ég 20 daga að þessu en þar af 4 frí. Þannig að þessir 4 hjóladagar deilast á 16 daga. Þetta er mun betri árangur en ég hafði haldið. Hafa ber í huga að ég var einstaklega heppinn með veður og vinda.

Myndir komnar í albúmið

Er búinn að setja nokkrar myndir í albúmið. Þið veljið myndaalbúm hér vinstra megin á síðunni (undir efni). Klikkið svo á fyrstu mynd og þá opnast hún. Síðan er hægt að nota örvar fyrir ofan myndir til að fara fram og til baka í albúminu. Reyndi eftir bestu getu að setja texta við. Þið afsakið stafsetningar- og innsláttavillur. Allar ábendingar um efnisvillur eru vel þegnar.

Bloggfærslur 9. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband