6.7.2009 | 17:50
Veit einhver um hjólaviðgerðarmann í Borgarnesi?
Það slitnaði teinn hjá mér í fyrradag og ég skipti um hann í gær. Sé nú að það er annar teinn slitinn í dag. Búinn með varateinana. Veit einhver um viðgerðamann í Borgarnesi? Þá væri gott að heyra frá viðkomandi. Annars verð ég á skrölta á skældu dekkinu í bæinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2009 | 15:52
Hjólað hraðbyr frá Blöndósi að Hótel Staðarskála
Vöknuðum 7:30 í björtu og fallegu veðri á Blönduós. Vorum komin á hjólin klukkan 8:30. Veðrið var fallegt og eftir smá brekku í byrjun var þetta eiginlega bein leið yfir Ásana í Vatnsdalinn. Virkilega fallegt að hjóla Vatnsdalinn og Víðidalinn en þegar kom upp á heiðina upp af Víðidal tók við norðan belgingur. Það var kalt og napurt eins og venjulega í Mjóafirði. Stoppuðum á Laugabakka og fengum okkur hádegisverð en héldum svo ferð áfram. Það var napur hliðarvindur skáhalt á okkur en þegar kom í Hrútafjörðinn hallaði vegurinn yfir í há suður og við vorum með vindinn í bakið alla leið að gististað. Þetta gekk ágætlega í dag. 86 km á sléttum fimm tímum. Umferðin var lítil um morguninn en fór vaxandi eftir því sem leið nær hádegi. Á morgun er það svo Holtavörðuheiðin. Spáin er góð og við ættum að eiga greiða leið í Borgarnes svo framlega sem ekkert bilar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)