110 km að baki í dag kominn á Fáskrúðsfjörð

Flottur dagur á hjóli í dag. Hjólaði tæpa átta tíma í stilltu veðri. Sjórinn rennisléttur.  Hreint dásamlegt að hjóla svona í fjörunni innan um fuglinn. Eina sem ég get kvartað yfir er að það var frekar lágskýjað þannig að ég naut ekki hinna fögru fjalla á þessu svæði en landslagið neðan skýja var hrein frábært. Það var alveg himneskt að hjóla fyrir Stöðvarfjörð og in Fáskrúðsfjörðinn í þessari stillu.  Þá er það stuttu dagur á morgun 33 km niður á Egilstaði eða er það upp á Egilstaði. Þar fæ ég vonandindi endanlega viðgerð á gírum. Ferðin er formlega hálfnuð. Allt gengur vonum framar. Búnaðurinn reynist vel og engin veikleikamerki enn komin fram hjá hjólreiðamanni. Sjö níu þrettán.

Bloggfærslur 26. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband