21.6.2009 | 21:43
Kominn í náttstað...
Það fór nú þannig að ég ákvað að fara ekki nema um 15 km í viðót og setti mig niður á Hörgslandi þar sem er tjaldstæði með sturtu. Mig langaði lengra og hafði í huga laut eina við bergvatnsá fargra. En þar sem ég var ekki með neinn mat ákvað ég að tjalda hér. Hér get ég keypt morgunmat í fyrramáli. Er alla vega búinn að stytta ferðina á mrogun um þessa 15 km þannig að það eru ekki nema 50 sem ég þarf að hjóla. Það er gott þar sem ég er að fara inn á eitt fallegasta svæði landsins og vel þess virði að stoppa til að taka myndir. Spáin er góð fyrir morgundaginn. Hagstæðir vindar en meir af skýjum. Það er svo sem ekki slæmt þar sem ég er frekar brunninn eftir daginn í dag. Brann á höndum en það sem meira er á höfði. Hef náttúrulega aldrei áður verið sköllóttur í sólinni.
Mér var hugsað til þess í dag þegar ég fór Mýrdalssandinn í fyrsta sinn. Þetta var sumarið 1982 eða 1983. Við vorum þrjú í blá Escordinum árgerð 1973. Kom í Vík og ætlaði að stoppa en sá þá að það voru 20 rútur við Víkurskálann. Ákvað að halda áfram. Það var bjart og fallegt yfir sandinn að líta og ég óks sem leið lá. Þegar við komum á móts við Hjörleifshöfðan var eins og hendi væri veifað og hann rauk upp með dimmum sandstormi. Ég sá ekki einus sinni fram fyrir húddið. Sandurinn smaug inn um allt og Rósa sem var þá þriggja ára skreið undir teppi í aftursætinu. Held að hún muni þetta enn. Eftir mikinn barning var Escordinn hættur að ganga hægaganginn. En áður en við komust út út kófunu keyrðum við fram á einn sem hafði drepið á sér. Lakkið var allt farið af hliðinni sem snéri upp í vindinn. Ég batt taug í hann og dró hann að Hrífunesi. Þegar ég gekk inn í gamla söluskálann að Hrífunesi var það fyrsta sem ég heyrði í útvarpinu að Múrdalssandur væri lokaður vegna sandfoks. Þess vegna voru allar rúturnar við Víkurskála. Hann hafði bara dottið niður í hálftíma akkúrat þegar okkur bar að. Escordinn hóstaði og stundi þar til að blöndungurinn var blásinn út á Klaustri og ferðinn var haldið áfram í Skaftafell. Allir gluggar voru mattir sem og ljós, króm og lakk. Ég skipti um ljós og framrúðu og átti þennan bíl í tvö ár í viðbót.
Í Skaftafelli tók ekki betur við. Samfeld rigning í 48 tíma að víisu í logni. Vandinn var sá að við áttum ekki himin á tjaldið og ég hafði tekið með byggingarplas sem ég festi við stögin með klemmumm. Hávaðinn í regndopunum var ærandi þessa 48 tíma. Til að bæta gráu ofan á svart skaðbrenndi ég mig á hendinni þegar ég var að reyna að elda á ónýtum prímus. Þetta er eftirminnilegasta og skemmtilegasta útilega sem ég hef farið í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2009 | 15:03
En einn frábær dagur
Ég er kominn á Klaustur og tók þessi 70 km ferð aðeins tvo og hálfan tíma. Veðrið var hreint frábært. Sól og góður meðbyr. Hún Kolbrún Hjörleifsdóttir á Vík hefur ábyggilega soðið einhvern töfraseið til að redda þessu veðri. Ég er eiginlega sannfærður um að hún sé göldrótt.
Fékk mér að borða í Skaftárskál og hitti hana Pálínu Pálsdóttur nemanda minn. Hún var held ég nokkuð undrandi á þessu flakki á mér. Eina sem ég get kvartað undan er krían sem goggaði mig til blóðs þegar ég kom inn Á Klaustur. Ætti kannski að nota þennan hjálm sem ég er að dröslast með. Hann verður örugglega á höfðinu þegar ég fer um heimkynni skúmsins á Breiðamerkursandi. Það eru víst 6000 pör sem verpa þar. Stærsta skúmavarp á norðuhveli jarðar.
Þegar ég kom að skálnum stóðu þar tveir frakkar með hjólagræjur líkar mínum. Þeir höfðu hjólað frá Keflavík um Kjöl og svo austur fyrir og sögðust á leið til Víkur. Ég sagði þeim að þeir yrðu ekki sviknir af náttúrufegurðinni. Þér voru í flottum peysum sem stóða á Íslandlsleiðangurinn 2009 (á frönsku) og svo kort af Íslandi fyrir neðan sem sýndi leiðina. Ég fór að hugsa að ef til vill hefði ég átt að láta hana Rósu mína útbúa svona galla á mig. Mér fannst ég sannast sagna frekar óprófessional við hliðina á þessum mönnum þar sem ég stóð í Boratspandexgallanum og gula vestinu. Stolt mitt var þó endurheimt þegar ég sá þessa þorpara lauma hjólum sýnum á rútuna til Víkur. Það er þá ekki búningurinn sem gerir menn að alvöru hjólamönnum. Jæja, nóg í bili. Ætla að bæta við eins og 30 km áður en ég set upp tjald og fer að sofa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)