Tvær myndir

IMGA0031Hér eru tvær myndir sem ég tók í dag á video vélina. Eina af mér við hjólið en hin af skallanum

IMGA0036


Ó þessi fallegi dagur - Kominn að Skógum

Hreint frábær dagur að kvöldi kominn. 105 km að baki. Í það heila búinn með 162 km sem er meiri en 10% af þeim 1370 km sem hringurinn er. Hjólaði í sjö tíma í dag. Frá Selfossi að Skógum. Eftir að Landsvegmótum var náð tók við hreint frábær meðbyr. Á 40 km hraða var logn. Vindurinn var beint í bakið og á þeim hraða fór ég jafn hratt og vindurinn. Ég stoppaði til að taka af mér peysuna því mér var orðið svo heitt en þá var hávaða rok! Þegar kom undir Eyjafjöll lygndi og við tók tær fegurð. Sjórinn á hægri hönd en jökullinn á vinstri. Oft hef ég ferðast um Ísland og dáðst að fegurð þess en aldrei hefur hún birst mér með jafn dásamlegum hætti og í dag. Maður fær allt aðra sýn á landið að fara svona hægt yfir. Sjá afstöðubreytingar í landslaginu og birtubreytingar. Þetta var hreint æði. Var alveg rasandi.

Ætlaði að vera á farfuglaheimili í kvöld en það var upptekið og datt því inn á Edduna. Borðaði rosa góða kvöldmat. Heit sturta var sannarlega vel þegin eftir þennan dag.  Tók reyndar lítið af myndum í dag. Ég var of upptekinn við að njóta fegurðarinnar.


Kominn á Hvolsvöll og er að hugsa um að hjola að Skógum

Sæl öll

Þá er ég kominn á Hvolsvöll. Ferðinn gekk hægt í fyrstu. Bullandi mótvindur og puð. Hugsaði sjálfum mér þeigjandi þörfina að hafa tekið upp á þessu bulli. En svo fór landið að lyftast þegar ég kom fram hjá Þjórsárbrúnni. Þá fór vindurinn að blása í bakið. Stoppaði á Landvegmótum og fékk mér "pulsu með öllu". Rakst þar á systurson minn Elmar Haukson stórsöngvara (hann er hávaxinn og syngur mikið). Eftir það fékk ég hraðbyr á Hvolsvöll og hélt á tímabili 40 km hraða. Tók næstum fram úr bíl á leiðinni en hann gaf aðeins í þegar að hann sá hjólreiðamanninn nálgast. Ég hins vegar söng hástöfum "I want to ride my bicycle" gamall Queen slagari ef ég man rétt. Nú er ég að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að taka það rólega og skella mér í sund og gista hér í nótt eða nota meðbyrinn og bæta bið 50 km á Skóga.

Fjallasýnin var frábær í dag. Sjóndeildarhringurinn var varðaður snæviþökktum fjöllum.  Búrfell, Hekla, Tindfjöll of Eyjafjallajökull. Hrein frábært! Þetta er eiginlega miklu skemmtilegri en ég þorði að vona. Er að vinna í því að setja myndir inn. Get tekið JPG myndir á videó vélina. Þakka þeim Þóru Kristínu, Kristínu Önnu og Ívari á upplýsingamiðstöðinni á Hvolsvelli afnot af tölvunni.


Bloggfærslur 19. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband