16.6.2009 | 18:15
Hjólið er komið úr stillingu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.6.2009 | 11:24
Munaður.....
Ég er byrjaður að pakka niður og mér er þegar orðið ljóst að ekki kemst allt með sem ég ætlaði að taka. Ég er búinn að fella út stærstu linsuna og þá dettur fóturinn út sem þurfti fyrir hana. Einnig er ég að skoða hvort ekki megi einfalda fatnað.
Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af þessu. Veit sem er að á endanum gengur þetta allt upp og ég tek það með sem ég get og annað ómerkilegara verður bara eftir.
Einn er þó sá hlutur sem ég á svo lítið erfitt með - nefnilega forláta pressukanna sem venjulega fylgir mér á ferðum mínum. Að vísu fer ekkert rosalega mikið fyrir henni. Einnig má setja eitthvað brothætt inn í hana og láta hana þannig þjóna tvöföldu hlutverki. Því að vera kanna og ílát.
Hins vegar get ég seint sagt að kannan sé bráðnausynlegur hlutur. Eða hvað? Mér verður hugsað til kaldra og votra daga þar sem ég sit og læt mig dreyma einn bolla af pressukaffi og blóta sjálfum mér fyrir að hafa skilið könnuna eftir.
Líklega verður bara ofan á að kannan góða fái að fara með. Hið pökkunarlega gjaldþrot er af þeirri stærðargráðu að ein pressukanna breytir engu til eða frá.
KAG
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)