15.6.2009 | 19:29
Dagsetningin er fastsett!
Bloggar | Breytt 16.6.2009 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 12:31
Hjólið kemur úr stillingu á morgun...
Fór með hjólið í útíherslu og stillingu í morgun. Það verður tilbúið seinnipart þriðjudag. Þannig gæti því farið að ég hæfi för á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Búnaður er í lágmarki. Göngutjald, svefnpoki, vatnsheldur poki yfir svefnpoka, termarest dýna, lítill prímus og pottur, pressukanna, vasaljós, verkfæri og varahlutir, fatnaður til þriggja daga, skel og regngalli, lambhúshetta, hjálmur, hreinlætisdót, myndavél með þremur linsum og tveimur flössum, videovél, monpot og léttur þrífótur, gps tæki og þá er það helsta talið. Gæti verið að ég þyrfti að skera eitthvað niður. Það veltur á því hvernig þetta pakkast.
KAG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)