Færsluflokkur: Menning og listir
3.12.2010 | 02:08
Nýtt myndband
Er að fikta við time laps myndatöku og tók þessar myndir af sólsetrinu í dag og bjó til kvikmynd.Því miður dó rafhlaðna áður en myndatöku var lokið. Þetta er ein mynd á 10 sek set í filmu með einni mynd á 6 sek.
Menning og listir | Breytt 5.12.2010 kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2010 | 12:27
Two pearls at Ísafjarðardjúp - Tvær perlur við Djúp
One of the exciting thing about travelling around Iceland (especially on a bike) is discovering new sites. I have often travelled around the Vestfjords in the past years but I am still discovering new and interesting things. I would like to mention two such sites that I discovered in the past days. The first is an old rebuilt farm located in Skotufjord called Litli Baer. At this site you are taken bake to the 18 hundreds and shown a typical farmhouse which was a home to two families. The total area of the farmhouse is 3,9 x 7,4 m not a big place for the 20 people that at one time lived there. You can explore the old rebuilt farm and buy coffee and waffles from Sigríður Hafliðadóttir but she and her husband Kristján Kristjánsson are the caretakers of the house. They do not speak much English but do not worry since their grandson Elias Kjaran Friðfinsson ably assists them in all translations. He started helping out when he was 4 and today he is about 12 if I remember correctly (see photo of Kristján, Sigríður and Elías)
Another interesting place in this area is the artic fox center at Suðavik. The centre is dedicated to the Icelandic fox (Vulpes lagopex) which is the only original land mammal in Iceland. In fact it can be considered a sub- species of the European relative. Thus being the true descendent of the Quarterly fox that lived in Europe at the end of the last glacial period of the ice age. The centre is dedicated to history of the fox in Iceland and its relationship with man. The fox has been hunted extensively through the centuries both for its skin and also to keep the population down since it is known to occasionally kill sheep. But first and foremost the centre is dedicated to scientific research on the fox. The center is the brain child of the young biologist Ester Rut Unnsteinsdóttir and she is the director of the center today Ester was successful in convincing the local community and sponsor in the area to put money it to this great project. The center is housed in an old and grand building that was restored for this purpose. This is a must see for all that travel through Súðavík. What I love about the center is the fundamental concept that it is better to make money from nature by showing it rather than destroying it. This is also the best place for such a center since the Vestfjords is the part of Iceland were the fox is population is the greatest. We have seen them on the roads as we have biked through the area (see photo of Ester, Inga Vala and Rúna at the centre).
Það sem mér hefur alltaf fundist merkilegt við að ferðast um Ísland eru þessar dýrlegu perlur sem maður uppgötvar. Smáhlutasafn Sverris Hermannssonar í Eyjafirði, Hákarlasafn Hildibrandar í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, Galdrasafnið á Hólmavík, safnið hans Þórðar að Skógum o.s.fr.v. Tvo slíka staði uppgötvaði ég á ferð minni um Ísafjarðadjúp um daginn. Fyrst er að nefna endurbyggðan bæ í Skötufirði sem heitir Litli bær. Þetta er bær sem fyrst var byggður 1895 og hefur nú verið endurreistur af þjóðminjasafni m.a. vegna sérstakra grjótgarða sem er að finna á jörðinni. Bergið á þessu svæði er straumflögótt og veðrast því í flögur sem henta vel í hleðslur. Það er líklega ein aðal ástæðan fyrir þessum fallega hlöðnu görðum í Skötufirði. Sigríður Hafliðadóttir er umsjónarkona með bænum en henni hjálpa Kristján Kristjánsson, maður hennar sem reyndar ólst upp í Litla Bæ, og Elías Kjaran Friðfinnsson barnabarn þeirra. Það verður enginn svikinn af bakkelsinu hennar Sigríðar og því góða kaffi sem þau bera ferðamönnum. Sjálf búa þau á næsta bæ Hvítanesi (sjá ljósmynd af Kristjáni, Sigríði og Elías).
Hin perlan er Melrakkasetrið á Súðavík. Setrið er merkileg stofnun sem er tileinkuð íslenska refnum. Refurinn var eina landspendýrið á Íslandi við landnám og nýjustu rannsóknir gefa til kynna að hann hafi komið hingað frá Evrópu þegar ís síðasta kuldaskeiðs ísaldar hopaði fyrir 8-9000 árum. Erfðafræðilegar rannsóknir sýna að þetta er í raun undirtegund og er Ísland sennilega eina landið sem geymir þennan upprunalega ísaldarref. Ester Rut Unnsteinsdóttir er aðal hvatamaður að stofnun setursins en henni tókst að fá til liðs við sig sveitarstjórnarmenn í Súðavík og aðra velgjörðamenn. Safninu var fundinn staður í einum af virðulegustu húsum Súðavíkur sem var endurreist í þeim tilgangi að hýsa safnið. Veitingasala er í setrinu og þar er sýning tileinkuð sambúð manns og refs í gegnum aldirnar. Hér er fjallað jafnt um veiðisöguna og rannsóknir á dýrinu sjálfu. Margt merkilegra muna tengt veiðum á ref og verkun skinna er að finna á safninu. Það er glapræði að heimsækja ekki safnið ef þið eigið leið um Súðavík. Vænst þykir mér um þá hugmyndafræði sem liggur að baki þeirri að það sé vænlegra að hafa tekjur af því að sýna náttúruna frekar en að eyðileggja hana (sjá mynd af Ester og aðstoðarkonum hennar Ingu Völu og Rúnu Esradóttur).
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)