Færsluflokkur: Samgöngur
9.7.2010 | 22:43
Journey to the Centre of the Earth – Ferðin að iðrum jarðar
I started the day by going to the dentist in Ólafsvík. I lost a filling the other day and the tooth was bothering me. I return to my brothers house around noon and had some of Láras fantastic fish soup for lunch. We started our trip around 13:00. This was a much brighter day than many of the previous ones and I even decided to were shorts today. We had the wind in our back as we circled Snæfellsnesglacier (if you have read Juls Vernes book Journey to the Centre of the Earth than you know it was in that glacier they started their descent into the earths centre). At one point I reached a speed of 45 km/h without peddling! So strong was the tail wind. But we paid for that luxury as we came around the glacier the fantastic tail wind became a horrific head wind. It took us as long to cycle the last 10 km as it had taken us to cycle the first 40 km. In all we cycled 51 km in 4 hours.
Ég byrjaði daginn á því að fara til tannlæknis á Ólafsvík enda hafði ég tapað fyllingu deginum áður. Kom aftur til bróður míns um hádegi og við gæddum okkur á afgöngunum af hinni frábæru fiskisúpu hennar Láru. Lögðum í hann klukkan 13 og var nú veður bjartara en verið hefur marga undanfarna daga. Ég ákvað t.d. að hjóla í stuttbuxum í dag og er það í fyrsta sinn í þessari ferð. Athyglisvert að í fyrra þegar ég hjólaði hringinn á sama tíma árs var ég alltaf í stuttbuxum fór held ég þrjá daga í síðbuxur. Við vorum með beggja skauta byr. Mér tókst að ná 45 km/h hraða án þess að stíga hjólið! En okkur hefndist fyrir þetta því þegar kom fyrir jökulinn var þessi frábæri meðbyr að ferlegum mótvindi. Enn og aftur var vindstyrkur nokkuð nærri 20 m/s og mjög hviðótt. Thelma fauk útaf og meiddi sig lítillega. Það tók okkur jafn langan tíma að hjóla síðustu 10 km að Arnarstapa og það hafði tekið okkur að hjóla fyrstu 40 km. Ég tók þó krók niður að Hellnum og fékk mér vöflur og kaffi í Fjöruhúsinu hjá Siggu og Kristjáni. Í dag hjóluðum við 51 km á 4 tímum.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2010 | 21:15
When I come home to Búðardal – Er ég kem heim í Búðardal
The title of this blog is a line from a pop song which was popular in Iceland som 30 years ago. Well I am in Budardalur after a good ride from Bjarklaundur. We did the 62 km in 4 hours, only on mountain pass on the way which was 240 m.a.s.l. Until we got to the pass we had side wind, calm and head wind but up the pass we had strong tail wind and it kept blowing us the 40 km we had to Budardalur. On the way we past the intersection for the road over the first big mountain pass we crossed more than a week ago. As we past the intersection me and Thelma closed the circle on the Westfjords (photo). Now we have only to go around the Snæfellsnes and then we had to Reykjavík. Statistics for the day are as follows: We cycled 62 km in 4 hours and took 1 hour break. Total ascent was 850 m and the maximum elevation was 240 m.
Þá er ég kominn heim í Búðardal. Reyndar hefur mér alltaf fundist þetta napur og eyðilegur staður. Við hjóluðum framhjá afleggjaranum upp á Þröskuld og lokuðum við Thelma þá Vestfjarðar hringnum (ljósmynd). Hjólatúrinn gekk vel. Frá Bjarkalundi að Skriðulandi vorum við ýmist með logn eða létta hliðarvind. Hins vegar vorum við með nokkuð öflugan mótvind inn dalinn þar til beygir upp Svínadalsháls. Þá var vindurinn í bakið upp brekkuna og reyndar alla leiðina á Búðardal. Borðuðum góðan mat í Leifsbúð en sá staður er eitt af betur geymdu leyndarmálum Bæjarins. Staðsett niður við höfn (í uppgerðu pakk- og verslunarhúsi). Gistum á Bjargi sem er staður sem ég gef ekki eina stjörnu. Sóðalegur og rangar upplýsingar um verð gefnar upp. Forðist þann stað eins og heitan eldinn. Held ég taki frekar neyðarskýlið á Kletthálsi fram fyrir þennan stað. Vistin í Bjarkarlundi var hins vegar flott. Hjóluðum 62 km á 4 tímum. Heildar hækkun 850 m en mesta hæð var á hálsinu við Svínadal.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2010 | 14:55
The trips statistics so far – ferðin hingað til
I have today biked 697,73 km and have still 397 to do thus making the total trip 1095 km
Mér reiknast til að ég sé búinn að hjóla 697,73 km og eigi eftir 397 km (fyrir Snæfellsnes) þannig í það heila verði ferðin 1095 km
5.7.2010 | 13:34
Beaten by the wind – Vindurinn hefur vinninginn (3.06.10)
We started our bike ride at 11 from Rauðsdal where we had staid over night. MaryAnne (photo) joined us for her first day. Little did she know what the day had in stored for her. It was tough riding the bikes into Vantsfjord. The wind was blowing hard against us. Once we started heading out the fjord things went better but the road was under construction for the next 16 km which limited our speed. Going in the next fjord we were hit badly by the wind. I estimate that the wind speed may have been as high as 20 m/s. We made little headway under these conditions barely maintaining a speed of 4-8 km/h. The progress was greater when biking out the fjords with the wind in our backs. I had hoped that we would make it to Klettháls mountain pass but that proofed to be an optimistic view. After cycling 4 fjords we were worn-out and decided to put up camp. The problem was that there was no shelter to be had. Eventually we found a small basin were we put up two tents. I and MarryAnne slept outside but Thelma and Lárus were in the tents. At 5 in the morning it started raining consistently and my outer bag started leaking. I was forced to crawled into Larus tent to keep dry. It was a cold and wet group that woke up the following morning. We biked 60 km this day in 6 hours and rested for 3 hours.
Við hófum för klukkan 11 frá Ruðsdal þar sem við höfðum gist um nóttina. Vindurinn var stífur á móti okkur inn Vatnsfjörðinn. MaryAnne (mynd) hjólaði með okkur í fyrsta skipti og vissi ekki frekar en við hvað dagurinn bar í skauti sér. Eftir hádegismat í Fólkalundi tók við ferð út Vatnsfjörðinn yfir svæði þar sem standa yfir vegaframkvæmdir vegurinn var erfiður á köflum en samt ekki eins slæmur og hann var fyrir tveimur vikum þegar ég fór hér um með hóp af túristum. Ég fékk fjallahjólið í gær en eftir af hjóla á því niður Dynjandisheiði ákvað ég að halda mig við Track 7300 götuhjólið. Mér finnst það fara betur með líkamann en hitt. Þetta reyndist óvitlaus ákvörðun því ágætlega gekk að hjóla á malarvegum ef hægt var farið og varlega. Reyndar hefur hjólið staðist raunina betur í sumar en í fyrra sumar. Engir teinar hafa slitnað og gírar hafa staðist álagið. Það er að vísu full hágírað fyrir brekkurnar, hálsa og heiðar en gott á jafnsléttunni. Ég lét setja teina af sterkustu gerð í hjólið og setti dempara í hnakkinn. Þetta virðist hafa virkað. Þegar inn Kjálkafjörðinn kom tók við beljandi vindur í fangið líklega nærri tuttugu metrum á sekúndu. Við þessar aðstæður gátum við rétt haldið 4-8 km/h. Við þurftum að stíga hjólin niður brekkurnar! Ferðin út firðina gekk betur. Gallinn var að það var meira inn en út í þessum fjörðum. Eftir Kjálkafjörð tók við Kerlingar- og Mjófjörður og loks Vattarfjörður. Ég hafði gert mér vonir um að ná í neyðarskýlið á Kletthálsi og gista þar en sá að það var borin von. Við ákváðum að gista í Vattarfirði en fundum enga laut sem veitti skjól. Að lokum fannst smá bolli sem við gátum hent upp tveimur tjöldum. Thelma var í öðru en Lárus í hinu. Ég og MarryAnne sváfum undir berum himni með hlífðarpoka utan um svefnpokana. Um 5 fór hann að rigna nokkuð stíft og tók þá pokinn minn að leka. Ég skreið þá inn í tjald hjá Lárusi. Það var kaldur og hrakinn hópur sem vaknaði í lautinni þennan morgun.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)