Kristinn Arnar Guðjónsson
Ég hef átt þann draum lengi að hjóla í kringum landið. Í ár á fimmtugasta aldursári ákvað ég að láta drauminn rætast. Ég ætla að taka þann tíma sem ég þarf og njóta ferðarinnar. Það er ekki markmið að setja nein hraðamet bara að klára hringinn og hafa gaman af. Veit ekkert hvort þetta tekst en það sem mestu skiptir að ég ætla að reyna. Hef mestar áhyggjur af veðrinu. Er með mikla kerru í eftirdragi sem tekur illa á sig vind. Þetta kemur bara allt í ljós. Hef þó grun um að ég setji eitt met í túrnum - nefnilega það að vera feitasti maður sem hefur hjólað hringinn :o). Skemmst frá því að segja að þetta tókst (sjá blogg). Nú eru það Vestfirðirnir.
About the author: Kristinn Arnar Guðjónsson started this blog in the summer of 2009 when he went on a bike trip around Iceland. Next summer he will attempt to cycle around the Westfjords of the island. I will post updates here on the preparation for the trip in addition to write blogs through the duration of the trip.