9.7.2009 | 13:47
Tölfræði ferðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.7.2009 | 12:51
Myndir komnar í albúmið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2009 | 22:46
Hringnum lokað - 1396 km hjólaför er á enda
Byrjuðum daginn klukkan 8:30 á gistiheimilinu Hamri - Hvítahúsinu á gólfvellinum. Áttum þar góða kvöldstund í góðu yfirlæti hjá Gunnu og Erlu. Mæli sannarlega með þessum stað. Þið getið keypt góðan mat þarna á sanngjörnu verði. Mæli hins vegar ekki með Icelandair Hótelinu við hliðina þar sem internet mínútan kostar 40 kr og það innifelur ekki íslenska stafi á lyklaborðinu. I gær bættist Inga vinkona Thelmu systur í hópinn en hún er nuddkona og fengum við því ágætis nudd um kvöldið. Einar bróðir "hjólaði" til móts við okkur frá Ólafsvík en reyndar á mótorhjóli. Hann er jú gamall og slitinn og treystir sér ekki í alvöru hjólamennsku :o)
Hittum norðurhjólfara þar sem við hófum för. Þeir hjóluðu á keppnishjólum og skiptust á. Höfðu einnig með sér fylgdarbíla með blikkljósum. Ferðin gekk frábærlega enda vegurinn nokkuð beinn og breiður. Að vísu var umferð mjög þung og tillitsemi ökumann minnkaði eftir því sem umferðarþunginn jókst. Vorum við göngin 12:45 en það tók hálftíma að selflytja okkur í gegn. Síðan var hjólað sem leið lá í Fífuselið þar sem byðu okkar pylsur og kók og góðir vinir. Frábæru ævintýri er nú lokið - í bili. Alls hjólaði ég 1396 km á 20 dögum en þar af var ég í fríi í fjóra. Þannig að ég tók hringinn á 16 dögum sem er í raun mun betra en ég bjóst við. Hafði ætlað mér 25-30 daga í þetta. Af þessum fjórum frídögum var einn vegna bilunar (Við Mýjavatn), einn vegna umferðarþunga (við Blöndós) en hinir tveir bara í gammi teknir vegna góðs veðurs aðallega. Aldrei þurfti ég að stoppa vegna veðurs. Af öllum þessum tíma var veður hagstætt í 80% tilfella (oft mjög góður meðbyr) en óhagstætt í 10% tilfella. Þar af 5% tilfella vegna of mikils hita! Það er því ljóst að ég naut blessunar veðurguðanna á þessu ferðalagi mínu.
Á morgun eða hinn ætla ég að vera búinn að setja inn myndir í albúmið frá ferðalaginu og gera nákvæmari útreikninga t.d. hvað ferðalagið tók margar klukkustundir. Það var skráð í smátriðum í gps tækið hvað margar mínútur ég var á ferð. Hvet ykkur eindregið til að líta inn hérna aftur til að skoða þetta. Næsta verkefni er að hjóla frá Reykjavík, hringinn um Snæfellsnesið, Búðardal og firðina og aftur til baka. Það þarf annað hjól í það og verður líklega ekki ger á þessu sumri. Já vel að merkja ég tapaði sléttum sjö kílóum á ferðalaginu sem er minna en ég bjóst við en ekki má gleyma að vöðvamassi byggist upp við svona átök. Ég er því að öllum líkindum feitasti maður sem hefur hjólað hringinn!!Bloggar | Breytt 9.7.2009 kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2009 | 22:34
Kominn í Borgarnes
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2009 | 17:50
Veit einhver um hjólaviðgerðarmann í Borgarnesi?
Það slitnaði teinn hjá mér í fyrradag og ég skipti um hann í gær. Sé nú að það er annar teinn slitinn í dag. Búinn með varateinana. Veit einhver um viðgerðamann í Borgarnesi? Þá væri gott að heyra frá viðkomandi. Annars verð ég á skrölta á skældu dekkinu í bæinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2009 | 15:52
Hjólað hraðbyr frá Blöndósi að Hótel Staðarskála
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2009 | 12:47
Frí á Blönduós
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.7.2009 | 11:07
Komin á Blönduós
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2009 | 00:21
Viskídrykkja á þjóðvegi eitt - litla systir er komin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.7.2009 | 20:01
Allt í gódí fíling í sól og blíðu í Mývatnssveitinni
Bloggar | Breytt 5.7.2009 kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2009 | 09:43
Ævintýri á heiðum - lögreglan kemst í málið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.7.2009 | 09:34
Risaeðla í Tjörupitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)