Legg aftur af stað á eftir

Eftir svona eina klukkustund legg ég aftur af stað eftir góðann frídag á Egilsstöðum við vatnið "mitt". Í gær þvoði ég af mér á tjaldstæðinu og átti alveg frábæran dag.  Hiti yfir 20 gráður og sól. Ég eyddi deginum með þeim stöllunum Ástu (sjá http://www.thjodarsalin.blog.is/blog/thjodarsalin/), Sigrúnu og Söru en þær voru í sólarverkfalli frá vinnu sinni á upplýsingamiðstöðinni. Um kvöldið fór ég út að borða á matsölustaðnum í Gistihúsinu Egilstöðum, gamla bænum sem þorpið dregur nafn sitt af. Þetta er hreint frábær staður með góðum mat á sanngjörnu verði. Mæli neð honum. Veðrið er flott í dag. Heiðskýrt og fer vafalaust í 20 stiginn eða meira. Ég verð fáklæddur á hjólinu í dag. Nú stefni ég upp á heiðar og verð þar næstu daga þannig að líklega verður ekki blogg hér frá mér fyrr en ég næ á Mývatn eða eftir tvo daga. Þ.e.a.s. nema að tröllin taki mig.

Á Egilstöðum í fallegu veðri og 20 stiga hita

Þá er ég kominn úr þokunni á fjörðunum í sólina á Héraði. Það gekk vel að hjóla þessa 50 km frá Fáskrúðsfirði yfir á Egilstaði. Lítil umferð í göngunumn enda laugardagmorgun og því lítil mengun í þessum tæplega 6 km göngum. Þegar kom í Reyðarfjörðinn tók Fagradalsheiðin við. Hækkun úr 20 m í 380 m. Fyrst mjög bratt en síðan hægar. Þegar að kom á vatnaskil tók sólin við af skýjaða veðrinu og það hallaði undan fæti í átt að Egilstöðum. Var kominn þar um 1 leitið. Lét laga hjólið og kom mér svo fyrir í gistingu. Ætla að hvílast hér á morgun leggja á fjöll á mánudaginn. Alls búinn að hjóla 731 km! Nú eru trússararnir farnir heim og ég því aftur kominn með kerruna góðu í drátt.

110 km að baki í dag kominn á Fáskrúðsfjörð

Flottur dagur á hjóli í dag. Hjólaði tæpa átta tíma í stilltu veðri. Sjórinn rennisléttur.  Hreint dásamlegt að hjóla svona í fjörunni innan um fuglinn. Eina sem ég get kvartað yfir er að það var frekar lágskýjað þannig að ég naut ekki hinna fögru fjalla á þessu svæði en landslagið neðan skýja var hrein frábært. Það var alveg himneskt að hjóla fyrir Stöðvarfjörð og in Fáskrúðsfjörðinn í þessari stillu.  Þá er það stuttu dagur á morgun 33 km niður á Egilstaði eða er það upp á Egilstaði. Þar fæ ég vonandindi endanlega viðgerð á gírum. Ferðin er formlega hálfnuð. Allt gengur vonum framar. Búnaðurinn reynist vel og engin veikleikamerki enn komin fram hjá hjólreiðamanni. Sjö níu þrettán.

Kominn á Djúpavog - þreyttur og hrakinn

Það tokst! Lagði af stað klukkan 10:30. Lenti strax í sterkum vind þegar ég kom út úr bænum. Strengurinn í gegnum göngin um Almannaskarð var svo sterkur að ég varð að ganga með hjólið. Þegar í gegn kom tók aðeins betra við og  hélst svo að Stafafelli heimabæ Gunnlaugs. Þegar fram hjá var komið tók við hreint hörmulegt rok og var leiðin frá Stafafelli að Þvott árskriðum hreint helvíti. Margoft feykti vindurinn mér af hjólinu. Einu sinni hallaði ég svo upp í vindinn á ferð minni að hné kom við götuna.  Aftur og aftur þurfti ég að stíga af baki og ganga. Þá reif vindurinn stundum hjólið úr höndunum á mér. Sem betur ber fer var ég ekki með kerruna. Familían var með hana í trússi. Þau náðu mér  við Þvottárskriður þar sem ég sannast sagna var að niðurlotum kominn. Eftir smá næringu lyftist landið á ný. Ég afréð að senda  þau til að finna gistingu og koma svo aftur til að sækja mig. Ég ætlaði að  hjóla á meðan. Það var hins vegar eins og við manninn  mælt. Þegar ég kom út úr bílnum var komið mun skaplegra veður. Ferðin um skriðurnar var hreint frábær  sem og um Álftafjörðinn. Þar var komið logn og fjörðurinn spegilsléttur. Þegar "hjálparsveitin" kom til að sækja mig afþakkaði ég og lauk ferðinni alla leið til Djúpavogs. Alls hjólaðir 100 km á tæpum átta tímum. Meðalhraði tæpir 13 km. Sannarlega erfiðasti dagurinn til þessa en samt - eftir á að hyggja mjög skemmtilegur (alla vega eftir heitt sauna á hótel Framtíð). Á morgun er stefnan sett á Fáskrúðsfjörð aðrir 100  km og leiðin verður hálfnuð (nú er ég búinn með tæpa 600 km)


Áfram alla leið

Átti góða kvöldstund með familíunni og kollega mínum Magnúsi Ingólfssyni og Sigrúnu konu hans. Fórum á hvern staðinn eftir öðrum en enduðum á hótelinu þar sem allt annað var fullt. Þar var hins vegar maturinn frekar dýr og ekki vel úti látinn. Þó heillaðist ég töluver af svartsfuglsreimunum sem hann Magnús pantaði. Mér datt í hug að ef allt mannkynið væri svona matgrant eins og hann Magnús myndi hungur og hallæri vera úr sögunni. Maður myndi borða eina húsaflugu að morgni og vera saddur. Þá yrði sagan af manninum sem mettaði fimm þúsund á einum fiksi ekki merkileg. Meðan við sátum þarna datt Gunnlaugur inn og voru þá fulltrúar Borgó orðnir þrír á staðnum. Gunnlaugur var á suðurleið með hóp sem hann var að leiðsegja á sínum heimaslóðum. Og ég sem var að vona að hann myndi leiðsegja mér um sín æsku tún.

Sólsetrið var hrein frábært í kvöld. Sólin settist bakvið jökulinn. Það var eins og eldur mætt ís. Reyndi að mynda það en það tókst ekki.

Á morgun heldur ferðin áfram með vindinn í fangið geri ég ráð fyrir að vera 7 til 10 tíma að hjóla á Djúpavog. Gæti gert það á þremur með meðvind. Þetta verður bara skemmtilegt.... vona ég.


Hjólið komið næstum því í lag..

Lúlli er búinn að líta á hjólið. Í ljós kom að það var einn teinn slitinn og olli það því að dekkið var skakkt. Honum tókst næstum því að stilla gírana en ekki alveg þó. Einn gírinn svíkur enn. Það er þó bót í máli að hann er ekki mikilvægur. Hringdi í...

Góður dagur á Höfn á góðum staða sem heitir Hafnarnes

Er í pásu frá hjólalátum. Fallegt veður og fögur fjallasýn hér á Höfn í dag. Hefði viljað sjá þessa skriðjökla í gær þegar ég hjólaði Mýrarnar. Þar var algert úrhelli. Ég gerði þau mistök að setja ekki strax upp vatnshelda vetlinga og var orðinn æði...

Kominn einum degi fram yfir!

Sæl öll, ég komst ekki til að blogga í gær. Það var frábær dagur. Sól og sterkur meðvindur. Ég naut ferðarinnar til hins ítrasta. Stoppaði á Núpsstað og tók Filipus tali. Hann er 99 ára og sér enn um sig sjálfur. Fer allra sinna ferða á Subarónum. Hélt...

Kominn í náttstað...

Það fór nú þannig að ég ákvað að fara ekki nema um 15 km í viðót og setti mig niður á Hörgslandi þar sem er tjaldstæði með sturtu. Mig langaði lengra og hafði í huga laut eina við bergvatnsá fargra. En þar sem ég var ekki með neinn mat ákvað ég að tjalda...

En einn frábær dagur

Ég er kominn á Klaustur og tók þessi 70 km ferð aðeins tvo og hálfan tíma. Veðrið var hreint frábært. Sól og góður meðbyr. Hún Kolbrún Hjörleifsdóttir á Vík hefur ábyggilega soðið einhvern töfraseið til að redda þessu veðri. Ég er eiginlega sannfærður um...

Kominn á Vík

Ferðalagið frá Skógum að Vík gekk vel. Þetta voru bara 30 km og var ég því mjög feginn að hafa tekið þessa auka 50 km í gær. Hefði orðið að hjóla 70 km með mótvind frá Hvolsvelli að Vík. Byrjaði á því að heimsækja vin minn Þórð Tómasson þjóðháttafræðing...

Þá er að leggja í hann á ný

Þá er mál að leggja í hann á Vík. Þetta verður stuttur leggur í dag. Líklega gott þar sem hann spáir mótvindi og rigningu. Í augnablikinu er logn en skýjað.

Tvær myndir

Hér eru tvær myndir sem ég tók í dag á video vélina. Eina af mér við hjólið en hin af skallanum

Ó þessi fallegi dagur - Kominn að Skógum

Hreint frábær dagur að kvöldi kominn. 105 km að baki. Í það heila búinn með 162 km sem er meiri en 10% af þeim 1370 km sem hringurinn er. Hjólaði í sjö tíma í dag. Frá Selfossi að Skógum. Eftir að Landsvegmótum var náð tók við hreint frábær meðbyr. Á 40...

Kominn á Hvolsvöll og er að hugsa um að hjola að Skógum

Sæl öll Þá er ég kominn á Hvolsvöll. Ferðinn gekk hægt í fyrstu. Bullandi mótvindur og puð. Hugsaði sjálfum mér þeigjandi þörfina að hafa tekið upp á þessu bulli. En svo fór landið að lyftast þegar ég kom fram hjá Þjórsárbrúnni. Þá fór vindurinn að blása...

Kominn á Selfoss

Fyrsti leggurinn gekk vel. Smá mótvindur fyrst í stað en seinn var hann meir skáhalt í bakið. Umferðin var skelfileg en ég vona að það batni þegar ég verð kominn austur fyrir Hvolsvöll. Ég alls 4 tíma austur en þar af var ég hjólandi í rúma þrjá. Þetta...

Ég er lagður af stað.....

Eftir að ég lík þessari færslu legg ég í hann....

Í tilefni af 17. júní...

...

Allt klappað og klárt - Ég legg í hann í fyrramáli

Nú er ég búinn að pakka öllu. Einn kerrupoki (23 kg með kerru) og tvær hliðartöskur (5 og 4 kg). Alls eru þetta því 32 kg af farangri. Það á eftir að vera erfitt að drösla þessu bröttustu brekkurnar!

Hjólið er komið úr stillingu...

Allt er tilbúið. Kominn með allan búnað og hjólið klárt. Bíð bara eftir góðu ferðaveðri. Hann spáir beggja skauta byr fimmtudag, föstudag og laugardag. Að vísu smá rigning en enginn er verri þó að hann vökni svo framlega að það sé ekki slagveður í...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband