16.6.2009 | 11:24
Munaður.....
Ég er byrjaður að pakka niður og mér er þegar orðið ljóst að ekki kemst allt með sem ég ætlaði að taka. Ég er búinn að fella út stærstu linsuna og þá dettur fóturinn út sem þurfti fyrir hana. Einnig er ég að skoða hvort ekki megi einfalda fatnað.
Hef reyndar ekki miklar áhyggjur af þessu. Veit sem er að á endanum gengur þetta allt upp og ég tek það með sem ég get og annað ómerkilegara verður bara eftir.
Einn er þó sá hlutur sem ég á svo lítið erfitt með - nefnilega forláta pressukanna sem venjulega fylgir mér á ferðum mínum. Að vísu fer ekkert rosalega mikið fyrir henni. Einnig má setja eitthvað brothætt inn í hana og láta hana þannig þjóna tvöföldu hlutverki. Því að vera kanna og ílát.
Hins vegar get ég seint sagt að kannan sé bráðnausynlegur hlutur. Eða hvað? Mér verður hugsað til kaldra og votra daga þar sem ég sit og læt mig dreyma einn bolla af pressukaffi og blóta sjálfum mér fyrir að hafa skilið könnuna eftir.
Líklega verður bara ofan á að kannan góða fái að fara með. Hið pökkunarlega gjaldþrot er af þeirri stærðargráðu að ein pressukanna breytir engu til eða frá.
KAG
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 19:29
Dagsetningin er fastsett!
Bloggar | Breytt 16.6.2009 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2009 | 12:31
Hjólið kemur úr stillingu á morgun...
Fór með hjólið í útíherslu og stillingu í morgun. Það verður tilbúið seinnipart þriðjudag. Þannig gæti því farið að ég hæfi för á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Búnaður er í lágmarki. Göngutjald, svefnpoki, vatnsheldur poki yfir svefnpoka, termarest dýna, lítill prímus og pottur, pressukanna, vasaljós, verkfæri og varahlutir, fatnaður til þriggja daga, skel og regngalli, lambhúshetta, hjálmur, hreinlætisdót, myndavél með þremur linsum og tveimur flössum, videovél, monpot og léttur þrífótur, gps tæki og þá er það helsta talið. Gæti verið að ég þyrfti að skera eitthvað niður. Það veltur á því hvernig þetta pakkast.
KAG
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2009 | 22:22
Fyrirhuguð ferðaáætlun
Undirritaður hefur unnið nokkur sumur sem leiðsögumaður. Þá hef ég farið nokkra hringi um landið á forsendum annara. Mig hefur lengi dreymt um að fara þennan hring á eigin forsendum og tel það best gert með því að hjóla hann.
Ekki er ætlunin að fara í neina keppnisferð þar sem reynt verður að slá hraðamet. Ég stefni að því að hjóla á bilinu 30-96 km á dag. Ef til vill meira suma daga en minna aðra daga. Ég hef með mér göngutjald sem ég ætla að sofa í og dett inn í sveitagistingu af og til til að þvo af mér og hlaða rafhlöður. Aðaláherslan verður á að ljósmynda það sem fyrir augum ber en einnig mun ég hafa með litla kvikmyndatökuvél. Ég verð á Treck 7300 hjóli með tveimur 15 lítra tösku á böglabera og BoB kerru í eftirdragi. Ég mun elda morgunmat á morgnana og smyrja nesti á daginn en stefni að því að borða kvöldmat á matsölustöðum/sjoppum. Þegar illa viðrar mun ég bíða af mér veður. Þetta á nefnilega að vera skemmtilegt.
Á leiðinni hyggst ég taka hús á vinum og kunningjum sem ég hef kynnst í gegnum leiðsagnarstarfið. Myndbandið og ljósmyndirnar eiga að sýna landið með þeim augum sem ég sé það. Ég hef enga tölvu með mér og tek allar myndir á RAW sniði þannig að ég efast um að ég geti sett inn myndir á bloggið en mun setja inn texta í þau skipti sem ég kemst í tölvu.
Hér fyrir neðan er áætluð ferðaáætlun. Hafa ber í huga að þetta sýnir bara hvað ég hyggst hjóla á hverjum degi en vera má að inn á milli verði hvíldardagar vegna veðurs, bilana og þreytu. Svo getur vel verið að þetta gangi miklu betur. Kerran hægir nokkuð á mér sérstaklega í vindi þannig að vindur og veður ræður mestu um hvort ferðin takist.
Frá | Til | km | Uppsafnaðar dagleiðir í km |
Reykjavík | Selfoss | 57 | 57 |
Selfoss | Hvolsvöllur | 49 | 106 |
Hvollsvöllur | Vík | 80 | 186 |
Vík | Kirkjubæjarklaustur | 72 | 258 |
Kirkjubæjarklaustur | Skaftafell | 68 | 326 |
Skaftafell | Hali | 88 | 414 |
Hali | Höfn | 44 | 458 |
Höfn | Djúpivogur | 95 | 553 |
Djúpivogur | Stöðvarfjörður | 80 | 633 |
Stöðvarfjörður | Reyðarfjörður | 76 | 709 |
Reyðarfjörður | Egilsstaðir | 30 | 739 |
Egilstaðir | Sænautasel | 67 | 806 |
Sænautasel | Grímstaðir á Fjöllum | 79 | 885 |
Grímstaðir á Fjöllum | Mývatn | 36 | 921 |
Mývatn | Akureyri | 91 | 1012 |
Akureyri | Varmahlíð | 96 | 1108 |
Varmahlíð | Blöndós | 50 | 1158 |
Blöndós | Staðarskáli | 78 | 1236 |
Staðarskáli | Borgarnes | 81 | 1317 |
Borgarnes | Reykjavík | 56 | 1373 |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2009 | 20:21
Reiðskjóturinn sem notaður er...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2009 | 20:14
Að hjóla í kringum landið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)